Neytendasamtökin hvetja verslanir til að lengja skilafrestinn fram í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2020 15:03 Biðraðir myndast nú á hverjum degi fyrir framan verslanir og að óbreyttu verða þær varla styttri þegar kemur að skilum milli jóla og nýárs. Vísir/Vilhelm Athugulir neytendur hafa ef til vill tekið eftir því að það er óbreytt sem áður var; að margar verslanir veita aðeins frest til 31. desember til að skila jólagjöfum. Þetta þykir einhverjum ekki í takt við tíðarandann, nú þegar fólk er hvatt til að forðast hópamyndanir eins og heitann eldinn. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir heilsu fólks vera undir. „Í þessu árferði hvetjum við til þess að skilafresturinn sé lengdur enda viljum við ekki raðamyndanir. Það er þannig á hverju ári að fjölmiðlar birta myndir af fólki í óðaönn að skila og það myndast iðulega miklar raðir. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna ástandinu skilning og gefa fólki rýmra tækifæri til að skila gjöfum sem það hefur fengið en getur ekki nýtt.“ Spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart að fyrirtækin skuli ekki hafa átt frumkvæði að því að lengja skilafrestinn í ljósi ástandsins svarar Breki neitandi. „Það er að svo mörgu að huga í byrjun desember. En það er nægur tími til þess núna að bregðast við og við höfum sent Samtökum verslunar og þjónustu erindi þar sem við hvöttum þau til að vekja athygli á þessu. Og þau ætla að gera það.“ SVÞ segir rýmri fjöldatakmarkanir leysa vandann Í lögum er ekki að finna ákvæði um skilarétt á ógallaðri vöru en samkvæmt verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 er mælst til þess að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu. Það ber að ítreka að verklagsreglurnar eru aðeins leiðbeinandi. Hins vegar er lögbundinn 14 daga skilafrestur á vörum sem keyptar eru á netinu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að skilaboðum Neytendasamtakanna verði sannarlega komið á framfæri en SVÞ hafa ekki boðvald yfir félögum sínum. Hins vegar segir Andrés sama eiga við um biðraðir í skil milli jóla og nýárs og eigi við nú í aðdraganda jóla. Hann hefur talað fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar og tillit tekið til stærðar húsnæðis, enda sé ekki vitað til þess að fólk hafi verið að smitast í verslunum. „Það er það sem við erum að berjast fyrir.. það myndi leysa þennan vanda og marga aðra; að koma í veg fyrir að fólk sé að safnast fyrir í biðröðum, þar sem það er okkar mat og annarra að þar séu fleiri að smitast,“ segir Andrés.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira