Fótbolti

Napoli endur­skírir völlinn í höfuðið á Mara­dona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma á dögunum. Nú hefur verið völlurinn verið endurskírður í höfuðið á Maradona
Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma á dögunum. Nú hefur verið völlurinn verið endurskírður í höfuðið á Maradona Francesco Pecoraro/Getty Images

Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember.

Maradona varð goðsögn hjá Napoli er hann hjálpaði félaginu að verða ítalskur meistari árin 1987 og 1990.

Til að heiðra minningu Maradona þá hefur félagið ákveðið að breyta nafni vallarins. Hann hét áður Stadio San Paolo en heitir nú Stadio Diego Armando Maradona. Borgarráð Napolí-borgar staðfesti breytinguna í kvöld. 

Luigi de Magistris, borgarstjóri Napolí, studdi hugmyndina einnig heilshugar.

Maradona gekk í raðir Napolí árið 1984 frá spænska stórveldinu Barcelona. Þar varð hann Ítalíumeistari árin 1987 og 1990 ásamt því að vinna ítalska bikarinn 1987 og Evrópubikarinn [UEFA Cup] árið 1989.

Borgarráð Napolí sagði að allir í ráðinu hefðu skrifað undir tillögu félagsins að breyta nafni vallarins. Þau bættu við að Maradona væri „besti knattspyrnumaður allra tíma og hann hefði heiðrað treyju Napolí í alls sjö ár.“

Maradona spilaði alls 188 leiki fyrir ítalska félagið og skoraði 81 mark.


Tengdar fréttir

Diego Maradona er látinn

Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×