Sýknaður af brotum gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 16:46 Frá Landsrétti í Kópavogi. Vísir/Vilhlem Landsréttur staðfesti sýknu karlmanns sem var ákærður fyrir að misnota dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar kynferðislega þegar hún var níu til ellefu ára gömul í dag. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra. Dómurinn taldi að framburður stúlkunnar hefði ekki þá stoð í öðrum sönnunargögnum sem voru lögð fram í málinu sem nægðu til þess að sakfella manninn gegn eindreginni neitun hans. Talið var að framburður mannsins hefði verið stöðugur og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Í dómi Landsréttar kom fram að við skýrslutöku í Barnahúsi hafi stúlkan þurft mikla hvatningu frá spyrli og að hún hefði oft gefið takmörkuð og stundum óljós svör. Þá hefði nokkuð borið á leiðandi spurningum um atriði sem fyrri svör hennar hefðu ekki gefið sérstakt tilefni til þess að fara út í. Framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti var aftur á móti talinn skýr og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Það breytti þó ekki niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna skyldi manninn vegna skorts á öðrum sönnunargögnum. Staðfesti Landsréttur því sýknuna. Í ákæru hafði manninum verið gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega á sameiginlegu heimili þeirra á árunum 2013 til 2015. Hann hafi meðal anars átt að hafa snert kynfæri hennar og brjóst og í eitt skipti haft við hana kynferðismök önnur en samræði með því að sleikja kynfæri hennar. Maðurinn neitaði staðfastlega sök. Stúlkan, þá tólf ára gömul, lýsti því í Barnahúsi að maðurinn hefði einhvern tímann sagt við hana að þetta væri „litla leyndarmálið“ þeirra og að hún ætti ekki að segja móður sinni eða börnum hans frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra. Dómurinn taldi að framburður stúlkunnar hefði ekki þá stoð í öðrum sönnunargögnum sem voru lögð fram í málinu sem nægðu til þess að sakfella manninn gegn eindreginni neitun hans. Talið var að framburður mannsins hefði verið stöðugur og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Í dómi Landsréttar kom fram að við skýrslutöku í Barnahúsi hafi stúlkan þurft mikla hvatningu frá spyrli og að hún hefði oft gefið takmörkuð og stundum óljós svör. Þá hefði nokkuð borið á leiðandi spurningum um atriði sem fyrri svör hennar hefðu ekki gefið sérstakt tilefni til þess að fara út í. Framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti var aftur á móti talinn skýr og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Það breytti þó ekki niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna skyldi manninn vegna skorts á öðrum sönnunargögnum. Staðfesti Landsréttur því sýknuna. Í ákæru hafði manninum verið gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega á sameiginlegu heimili þeirra á árunum 2013 til 2015. Hann hafi meðal anars átt að hafa snert kynfæri hennar og brjóst og í eitt skipti haft við hana kynferðismök önnur en samræði með því að sleikja kynfæri hennar. Maðurinn neitaði staðfastlega sök. Stúlkan, þá tólf ára gömul, lýsti því í Barnahúsi að maðurinn hefði einhvern tímann sagt við hana að þetta væri „litla leyndarmálið“ þeirra og að hún ætti ekki að segja móður sinni eða börnum hans frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira