Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. desember 2020 15:57 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar í bólusetningu við Covid-19, þegar röðin kemur að honum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum. „Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
„Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira