Fagnar því að neytandinn hafi haft sigur Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 21:21 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Hægra megin á mynd sést Eames-hægindastóll, sambærilegur þeim sem málið varðar. Arnar/penninn Formaður Neytendasamtakanna fagnar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu, sem neitað var um að fá hægindastól afhentan sem hún greiddi að stærstum hluta fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Hann segir málið ódæmigert; flest mál sem tengist inneignarnótum og rati inn á borð samtakanna varði gildistíma. Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“ Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“
Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03