Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2020 16:31 Gervihnattarmynd af Arecibo-útvarpssjónaukanum 17. nóvember. Móttökutækið sést hanga yfir miðju disksins. Það hrundi endanlega í dag. Vísir/AP Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum. Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann. Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann.
Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira