Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 17:17 Jón Páll Eyjólfsson var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2014 til 2018. Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Jón Páll þarf að greiða brotaþola í málinu 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Málið komst í fréttirnar í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að brotið átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Grófar lýsingar voru í ákæru á því sem á gekk en þar sagði að Jón Páll væri ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Ríkisútvarpið greindi frá því í ársbyrjun 2018 að Jóni Páli hefði verið sagt upp störfum vegna ásökunar um alvarlegt kynferðisbrot, í vinnuferð út fyrir landsteinana. Jón Páll sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist fimm árum áður, að frumkvæði þolandans, unnið að sátt í málinu. Stefnt hefði verið að henni þegar MeToo byltingin fór af stað árið 2017. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Frásögnin birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að brotið átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í öðrum málum hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira