Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 15:05 Mynd af vettvangi frá Fars fréttaveitunni í Íran. Sú er talin tengjast herafla landsins. Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum. Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum.
Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47