„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 12:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í morgun og sagði skorta fyrirsjáanleika í aðgerðum hennar fyrir atvinnulífið. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““ Alþingi Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun. Umræður hafa staðið yfir á Alþingi í dag um munnlega skýrslu sem Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, flutti um stöðuna á vinnumarkaði á tímum Covid-19. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg,“ sagði Ásmundur. „Í lok október var heildarfjöldi atvinnulausra rúmlega tuttugu þúsund í almenna atvinnuleysistryggingakerfinu ásamt tæplega fimm þúsund manns sem eru í hlutastörfum í gegnum hltuabótaleiðina.“ Ásmundur sagði viðbúið að atvinnuleysi haldist svipað fram yfir páska. „Við búumst ekki við því að vinnumarkaðurinn taki almennilega við sér fyrr en við förum að horfa til jákvæðra frétta af lyfjum til bólusetninga.“ Ásmundur sagði stefnt að samstarfi við nokkur stór sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur um að skapa störf til að nýta megi ráðningarstyrk sem er í boði fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti í morgun munnlega skýrslu um stöðu mála á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kallaði eftir skýrum ramma um aðgerðir næstu mánaða. „Ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir þetta yfirlit. Þetta var svona eins og að lesa blöðin. Upptalning á því sem liggur fyrir. En það er engin sýn. Það kom ekkert fram um það hvað á að gera inn í framtíðina.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, áður kallað eftir langtímaáætlun og vísaði þar meðal annars í umkvartanir Samtaka atvinnulífsins um skort á fyrirsjáanleika. „Ég minni enn og aftur á. Við erum með meira atvinnuleysi heldur en flestar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við og við verðum að taka okkur saman í andlitinu,“ sagði Þorgerður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði að ferðaþjónustunni yrði veittur meiri fyrirsjáanleika við landamærin. „Á nýju ári munum við geta sagt hvernig landamærin líta út,“ sagði Þórdís. „Stjórnvöld ein og sér munu auðvitað ekki bjarga íslensku atvinnulífi í gegnum faraldurinn og það sem á eftir kemur. Fyrirtækin munu þurfa að fara í heilmikla endurskipulagningu. Og þar spila bankarnir til dæmis lykilhlutverk.““
Alþingi Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira