Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:00 Ingibjörg Sigurðardóttir lék í 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári en bendir á að íslenska liðið nú sé nokkuð breytt síðan þá. vísir/vilhelm „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga
EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti