Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:31 Seðlabankinn býr yfir miklum gjaldeyrisforða sem fjármálaráðherra segir ekki hafa verið nýttan af ráði í covid-kreppunni. Grafík/Hjalti Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26
Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00