Bólusetning verði skilyrði þess að fljúga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 22:05 Bólusetning við kórónuveirunni gæti orðið skilyrði þess að fá að fljúga með Qantas. David Gray#JM/Getty Ástralska flugfélagið Qantas mun gera það að skilyrði þess að fólk sé bólusett fyrir kórónuveirunni, vilji það fljúga með félaginu. Alan Joyce, forstjóri Qantas, segist gera ráð fyrir að önnur flugfélög séu í sömu hugleiðingum. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir Joyce að ráðstöfunin yrði nauðsynleg eftir að bóluefni við kórónuveirunni verður aðgengilegt. „Ég held að þetta verði algeng umræðuefni meðal kollega minna hjá öðrum flugfélögum víðs vegar um heiminn,“ sagði Joyce í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina Nine Network í dag. Hann sagði þá að flugfélagið leitaði nú leiða til þess að breyta skilmálum sínum með þetta skilyrði fyrir augum. Alan Joyce, forstjóri Qantas, telur að önnur flugfélög kunni að gera bólusetningu að skilyrði fyrir flugi.David Gray/Getty „Við munum biðja fólk um að vera bólusett áður en það fær að fara um borð í flugvélina […] fyrir alþjóðlega ferðamenn á leið inn og út úr landinu teljum við þetta nauðsynlegt.“ Þá sagði hann liggja ljóst fyrir að alltaf yrðu einhverjar undantekningar, og átti þá við fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum gæti ekki látið bólusetja sig. „En það ætti að vera eina undantekningin,“ sagði Joyce. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas mun gera það að skilyrði þess að fólk sé bólusett fyrir kórónuveirunni, vilji það fljúga með félaginu. Alan Joyce, forstjóri Qantas, segist gera ráð fyrir að önnur flugfélög séu í sömu hugleiðingum. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir Joyce að ráðstöfunin yrði nauðsynleg eftir að bóluefni við kórónuveirunni verður aðgengilegt. „Ég held að þetta verði algeng umræðuefni meðal kollega minna hjá öðrum flugfélögum víðs vegar um heiminn,“ sagði Joyce í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina Nine Network í dag. Hann sagði þá að flugfélagið leitaði nú leiða til þess að breyta skilmálum sínum með þetta skilyrði fyrir augum. Alan Joyce, forstjóri Qantas, telur að önnur flugfélög kunni að gera bólusetningu að skilyrði fyrir flugi.David Gray/Getty „Við munum biðja fólk um að vera bólusett áður en það fær að fara um borð í flugvélina […] fyrir alþjóðlega ferðamenn á leið inn og út úr landinu teljum við þetta nauðsynlegt.“ Þá sagði hann liggja ljóst fyrir að alltaf yrðu einhverjar undantekningar, og átti þá við fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum gæti ekki látið bólusetja sig. „En það ætti að vera eina undantekningin,“ sagði Joyce.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira