Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:01 Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AP Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri. Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Það er þrátt fyrir að ýmsir aðilar hafi þegar staðfest að fundurinn hafi átt sér stað. Fjölmiðlar í Ísrael hafa haldið því fram að forsætisráðherrann hafi farið á fund með krónprinsinum, sem í daglegu tali er oft kallaður MBS, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vitað er að MBS og Pompeo hittust, auk annarra embættismanna, en Netanjahú er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu með einkaþotu og að Yossi Cohen, yfirmaður Mossad, leyniþjónustu Ísrael, hafi verið með honum, samkvæmt Times of Israel. Heimildarmaður Wall Street Journal staðfesti þær fregnir svo og sagði fundinn hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir og snúið að Íran og mögulegum opinberum samskiptum Ísrael og Sádi-Arabíu. Times of Israel hefur einnig eftir Yoav Gallant, menntamálaráðherra Ísrael, að fundurinn hafi átt sér stað. Netanjahú sjálfur hefur ekki viljað tjá sig um fregnirnar. Prinsinn Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, tísti svo um málið í dag og sagði að engir Ísraelar hefðu verið á fundinum. Hann er sjálfur sagður hafa verið á fundinum. I have seen press reports about a purported meeting between HRH the Crown Prince and Israeli officials during the recent visit by @SecPompeo. No such meeting occurred. The only officials present were American and Saudi.— (@FaisalbinFarhan) November 23, 2020 AP fréttaveitan segir að FlightRadar24.com sýni að einkaþotu hafi verið flogið frá Tel Aviv á sunnudaginn og henni hafi verið lent í Neom í Sádi-Arabíu, þar sem MBS og Pompeo voru á fundi. Flugvélinni var svo flogið sömu leið til baka þremur klukkustundum síðar. Bandarískir blaðamenn voru með Pompeo á ferðalagi hans en hann skildi þá eftir á flugvellinum í Neom þennan dag. AP fréttaveitan segir einnig að Salman konungur hafi sett stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu vera forsendu fyrir því að Sádar hefji opinber samskipti við Ísrael. MBS er talinn vera opnari fyrir því að hefja samskipti við Ísrael án lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa þegar opnað á formleg samskipti við Ísrael á undanförnum mánuðum og eftir mikla viðleitni erindreka Donald Trumps. Bandaríkin hafa einnig miðlað málum á milli Ísrael og Líbanon en ríkin samþykktu nýverið að hefja viðræður um deilur um lögsögu ríkjanna. Nágrannaríkin tvö hafa háð nokkrar styrjaldir í gegnum tíðina og eru tæknilega séð enn í stríði og deila einnig um landamæri.
Ísrael Sádi-Arabía Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira