Hugleiðingar grunnskólakennara Elín Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2020 09:03 Kæra viðkvæma sál sem lifir á nýjum tímum, kórónu tímum. „Eigum við ekki að horfa á jákvæðu hliðarnar”, jú við skulum reyna það. Erindi þessa pistils er að varpa ljósi á nokkur atriði í því ástandi sem upp er komið. Fyrst langar mig að byrja á að lýsa yfir undrun minni á ítrekuðum staðhæfingum sóttvarnarlæknis um það að börn séu ekki smitberar. Ég les hverja greinina eftir aðra til dæmis þessar 2 sem vitnað er í hér að neðan þar sem fram kemur að börn séu smitberar og aðgát þarf að hafa af því yfirleitt fá þau lítil sem engin einkenni þegar þau fá veiruna en eru samt að smita, þannig að þeir sem umgangast þau í áhættuhópum, bæði önnur börn og fullorðnir þurfa að gæta ítrustu varúðar. Af því sóttvarnarlæknir og hans teymi trúa því að börn séu ekki smitberar hefur verið ákveðið að láta skólahald haldast með einhverjum breytingum þó. Því er líka ítrekað lýst yfir og lesa má á milli línanna að ástæðan sé líka að það þurfi að ná helst svo vitnað sé í sóttvarnarlækni “60% smiti til að mynda ónæmi” og já þetta hlutverk hafa nú börn og starfsfólk skólanna ná sér í smit sín á milli í opnum skólum, þegar flest eða öll nágrannaríki eru að loka skólum, til að bjarga þjóðinni. Já grunn og leikskólar samtímans eru bjargvætturinn og settir í þetta hlutverk án þess að nokkur hvorki heilsuhraustir, börn eða fullorðnir eða eldri kennarar sem eru í meirihluta og oft í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma séu spurðir hvort þeir vilji taka þetta verkefni að sér. Í þessum gjörningi felst að mínu mati mikið siðleysi í því að á meðan stofnanir og fyrirtæki sem það mögulega geta senda allt sitt starfsfólk heim þá mega börnin hýrast með sínum kennurum í kennslustofum en ... með 2m millibili (sem næst ekki í neinni kennslustofu sem ég þekki) og ekki fleiri en 20 ( hvaða 7 eða 2 eða 5 sem eru yfir 20 nemenda markið eiga þá að fara annað, hvað eiga þau að gera og hvar fást kennarar eða starfslið til að hugsa um þau)? Margir nemendur eru í áhættuhópi, margir foreldrar eru í áhættuhópi, tölum ekki um afar og ömmur og eða frænkur og frændur, sem eflaust munu eitthvað hittast þrátt fyrir samgöngubann. Jafnvel kannski óvart. Víðir kemur í Morgunútvarpið Bylgjunnar og lýsir því yfir að kennarar séu nú að sinna mikilvægasta starfinu í landinu já smitliðinu. Hér finnst mér ég sem grunnskólakennari vera komin langt út yfir mitt starfssvið ég hef núna hlutverk í líffræðilegum hernaði við veiru á meðal nemanda minna og samkennara. Börn, foreldrar, fullorðnir, unglingar og gamalt fólk er skelkað. Ég tel það vera sameiginlegt hlutverk samfélagsins að sinna þessu hlutverki ekki skólanna og þess starfsfólks. Ég vil ekki lenda í því að smitast af nemanda eða einhverjum öðrum sem ég hitti og bera smit í alla 300 sem starfa í mínum skóla nemendur og kennara, sem síðan bera það til sinna foreldra, systkina og ættingja. Ég hef hvergi séð þetta hlutverk í starfslýsingu minni sem grunnskólakennara. Mér finnst eðlilegt að skólar loki dyrunum í 3-4 vikur. Mér finnst fáránlegt að vera í mínu starfi í hlutverki smitbera og starfa í aðstæðum þar sem kennarar mega ekki næra sig vera á kaffistofu, mötuneyti er lokað, nemendur mega ekki tala við hjúkrunarfræðing og mega helst ekki fara út stofunni. Ekki má nota tölvur eða önnur gögn vegna smithættu. Svona skólastarf verður óvanalegt og erfitt fyrir alla. Svona skólastarf með öfugum formerkjum er ekki umhverfi sem á að bjóða kennurum eða nemendum. Ég biðla einnig til kennara forystunnar að skoða lagalegan rétt kennara í þessu samhengi. Er það eðlilegt að kennarar starfi í heilsuspillandi aðstæðum og séu í hlutverki smitbera? Virðingarfyllst, Elín Halldorsdottir, tónmenntakennari, rétthafi til kennslu í grunnskóla og framhaldsskóla, tónskáld, söngkona, rithöfundur og kórstjóri. Frétt CNN. Frétt Fox Business Frétt Berlingske Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Kæra viðkvæma sál sem lifir á nýjum tímum, kórónu tímum. „Eigum við ekki að horfa á jákvæðu hliðarnar”, jú við skulum reyna það. Erindi þessa pistils er að varpa ljósi á nokkur atriði í því ástandi sem upp er komið. Fyrst langar mig að byrja á að lýsa yfir undrun minni á ítrekuðum staðhæfingum sóttvarnarlæknis um það að börn séu ekki smitberar. Ég les hverja greinina eftir aðra til dæmis þessar 2 sem vitnað er í hér að neðan þar sem fram kemur að börn séu smitberar og aðgát þarf að hafa af því yfirleitt fá þau lítil sem engin einkenni þegar þau fá veiruna en eru samt að smita, þannig að þeir sem umgangast þau í áhættuhópum, bæði önnur börn og fullorðnir þurfa að gæta ítrustu varúðar. Af því sóttvarnarlæknir og hans teymi trúa því að börn séu ekki smitberar hefur verið ákveðið að láta skólahald haldast með einhverjum breytingum þó. Því er líka ítrekað lýst yfir og lesa má á milli línanna að ástæðan sé líka að það þurfi að ná helst svo vitnað sé í sóttvarnarlækni “60% smiti til að mynda ónæmi” og já þetta hlutverk hafa nú börn og starfsfólk skólanna ná sér í smit sín á milli í opnum skólum, þegar flest eða öll nágrannaríki eru að loka skólum, til að bjarga þjóðinni. Já grunn og leikskólar samtímans eru bjargvætturinn og settir í þetta hlutverk án þess að nokkur hvorki heilsuhraustir, börn eða fullorðnir eða eldri kennarar sem eru í meirihluta og oft í áhættuhópi með undirliggjandi sjúkdóma séu spurðir hvort þeir vilji taka þetta verkefni að sér. Í þessum gjörningi felst að mínu mati mikið siðleysi í því að á meðan stofnanir og fyrirtæki sem það mögulega geta senda allt sitt starfsfólk heim þá mega börnin hýrast með sínum kennurum í kennslustofum en ... með 2m millibili (sem næst ekki í neinni kennslustofu sem ég þekki) og ekki fleiri en 20 ( hvaða 7 eða 2 eða 5 sem eru yfir 20 nemenda markið eiga þá að fara annað, hvað eiga þau að gera og hvar fást kennarar eða starfslið til að hugsa um þau)? Margir nemendur eru í áhættuhópi, margir foreldrar eru í áhættuhópi, tölum ekki um afar og ömmur og eða frænkur og frændur, sem eflaust munu eitthvað hittast þrátt fyrir samgöngubann. Jafnvel kannski óvart. Víðir kemur í Morgunútvarpið Bylgjunnar og lýsir því yfir að kennarar séu nú að sinna mikilvægasta starfinu í landinu já smitliðinu. Hér finnst mér ég sem grunnskólakennari vera komin langt út yfir mitt starfssvið ég hef núna hlutverk í líffræðilegum hernaði við veiru á meðal nemanda minna og samkennara. Börn, foreldrar, fullorðnir, unglingar og gamalt fólk er skelkað. Ég tel það vera sameiginlegt hlutverk samfélagsins að sinna þessu hlutverki ekki skólanna og þess starfsfólks. Ég vil ekki lenda í því að smitast af nemanda eða einhverjum öðrum sem ég hitti og bera smit í alla 300 sem starfa í mínum skóla nemendur og kennara, sem síðan bera það til sinna foreldra, systkina og ættingja. Ég hef hvergi séð þetta hlutverk í starfslýsingu minni sem grunnskólakennara. Mér finnst eðlilegt að skólar loki dyrunum í 3-4 vikur. Mér finnst fáránlegt að vera í mínu starfi í hlutverki smitbera og starfa í aðstæðum þar sem kennarar mega ekki næra sig vera á kaffistofu, mötuneyti er lokað, nemendur mega ekki tala við hjúkrunarfræðing og mega helst ekki fara út stofunni. Ekki má nota tölvur eða önnur gögn vegna smithættu. Svona skólastarf verður óvanalegt og erfitt fyrir alla. Svona skólastarf með öfugum formerkjum er ekki umhverfi sem á að bjóða kennurum eða nemendum. Ég biðla einnig til kennara forystunnar að skoða lagalegan rétt kennara í þessu samhengi. Er það eðlilegt að kennarar starfi í heilsuspillandi aðstæðum og séu í hlutverki smitbera? Virðingarfyllst, Elín Halldorsdottir, tónmenntakennari, rétthafi til kennslu í grunnskóla og framhaldsskóla, tónskáld, söngkona, rithöfundur og kórstjóri. Frétt CNN. Frétt Fox Business Frétt Berlingske
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun