Ingibjörg skoraði fyrsta markið þegar Vålerenga fór áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 12:51 Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins en hún spilar í vörninni. Getty/VI Images Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira