Fótbolti

Ísak Berg­mann: Frá­bært að fá þetta tæki­færi á Wembl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson eftir leikinn á Wembley í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson eftir leikinn á Wembley í kvöld. Getty/Ian Walton

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. Hann var þakklátur fyrir tækifærið og segist einbeita sér að næsta leik með Norrköping í Svíþjóð frekar en að áhuga stórliða Evrópu.

„Þetta var erfið staða, 4-0 undir en mér leið bara vel og fyrst og fremst þakklátur fyrir tækifærið. Þakklátur fyrir að fá að koma inn á völlinn. Annars leið mér bara vel eftir að ég kom inn á,“ sagði Ísak Bergmann um sinn fyrsta A-landsleik.

„Það er gott að hafa smá fiðrildi í maganum og gjörsamlega frábært að fá þetta tækifæri á Wembley. Það fá ekki allir svona tækifæri og ég er þakklátur fyrir það,“ sagði Ísak varðandi það að spila sinn fyrsta A-landsleik á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

„Ég var allan daginn að fara spila fyrir Ísland. Það hefur verið markmið í langan tíma og ég ætlaði alltaf að spila fyrir Ísland. Það kom einfaldlega aldrei til greina að spila fyrir England,“ sagði Ísak sem er fæddur í Englandi og enskir fjölmiðlar hafa fjallað um Ísak og möguleika þess að hann spili fyrir England.

Varðandi fókusinn hjá sér og framtíðina

„Bara vel, leikurinn á móti Englandi í kvöld og svo er leikur um helgina hjá Norrköping. Næsti fókus hjá mér er leikur með Falkenberg í Svíþjóð. Það er það sem ég er að fókusa á,“ sagði Ísak að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×