Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:16 Tilkynnt var um breytingarnar í skeyti fréttastjóra í gær. Vísir/Vilhelm Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira