Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:16 Tilkynnt var um breytingarnar í skeyti fréttastjóra í gær. Vísir/Vilhelm Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira