Real Madrid í svipuðum vandræðum og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 09:01 Sergio Ramos situr í grasinu eftir að hann meiddist í gær. Getty/ Mateo Villalba Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir sum evrópsk fótboltalið og Real Madrid er eitt af þeim sem fór illa út úr honum. Real Madrid glímir við meiðslavandræði í miðri vörn liðsins alveg eins og Englandsmeistarar Liverpool. Sergio Ramos og Raphael Varane meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í Þjóðadeildinni í gær. Sergio Ramos fór af velli á 43. mínútu í 6-0 sigri Spánverja á Þjóðverjum og hélt um lærið. Í yfirlýsingu frá spænska knattspyrnusambandinu þá kom fram að Sergio Ramos hafi fundið fyrir talsverðum óþægindum aftan í hægra læri og því komið af velli. Sergio Ramos á þó eftir að fara í frekari rannsóknir til að kanna meiðslin betur. If indeed Ramos and Varane are injured, there are no real backups. The makeshift CB's in Casemiro (COVID) and Fede (Injury) are all unavailable. Militão is also COVID-19 positive at the moment. Castilla's Pablo Ramon also got injured yesterday. #— Los Blancos Live (@blancoslive) November 17, 2020 Raphael Varane var aftur á móti tekinn af velli í hálfleik þegar Frakkar unnu 4-2 sigur á Svíum. „Ég var að að taka Raphael af velli því hann var í smá meiðslavandræðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er örugglega mjög pirraður yfir þessu enda hefur hann ekki marga kosti fyrir leikinn á móti Villarreal á laugardaginn. Sergio Ramos missir næst örugglega af leiknum og Raphael Varane er ekki líklegur til að spila. Svo er stutt í Meistaradeildarleik á móti Inter Milan. Að auki er miðvörðurinn Eder Militao með kórónuveiruna sem þýðir að eini leikfæri miðvörðurinn í hópnum er Nacho Fernandez sem er líka nýkominn til baka eftir meiðsli. Casemiro gæti fært sig niður í vörnina en hann er líka meið veiruna. Það eru líka fleiri forföll hjá Real Madrid því bæði Edin Hazard og Karim Benzema eru að glíma við meiðsli sem og Federico Valverde. Það er því ekki auðvelt verk fyrir þá Zinedine Zidane og Jürgen Klopp að stilla upp liðum sínum þegar deildirnar fara aftur af stað um næstu helgi. Real Madrid 5 center-back options:-Sergio Ramos (injured)-Raphael Varane (injured)-Eder Militão (Covid positive)-Nacho (just back from injury)-Pablo Ramon (injured)#rmalive pic.twitter.com/ODNeDSDOav— Blanco Zone (@theBlancoZone) November 17, 2020
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira