Brúarfoss væntanlegur til landsins í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 20:52 Brúarfoss við bryggju í Rotterdam. Eimskip Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip) Skipaflutningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip)
Skipaflutningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira