Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2020 17:05 Gólfið í Laugardalshöllinni er mjög illa farið. stöð 2 Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Mörg þúsund lítrar af heitu vatni flæddu um gólf Laugardalshallarinnar í tíu til ellefu klukkutíma í síðustu viku. Tjónið er mikið, rífa þarf gólfið af Laugardalshöllinni og fá nýtt í staðinn. „Það er verið að gera ný salerni hérna í miðrými. Það var farið inn á heitavatnslögn fyrir tengingu á því rými. Stórt tengi inn á það rör gaf sig og það uppgötvast ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun. Heitt vatn lak hér í tíu til ellefu klukkutíma sem hefur gríðarleg áhrif,“ sagði Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Birgir segir að líklega hafi 40-50 þúsund lítrar flætt um salinn í Laugardalshöllinni. Gólfið er svo gott sem ónýtt og skipta þarf um það. „Því miður þurfum við að gera það. Það lá og liggur enn vatn yfir gólfinu. Grindin í gólfinu er 50 ára gömul og hún sýgur mikið til sín þennan raka. Síðan er steinull undir þessu gólfi sem heldur rakanum í sér og við náum ekki koma því í burtu,“ sagði Birgir. Hann segir að endurbætur á Laugardalshöllinni muni taka nokkra mánuði og óvíst hvenær hún verði leikfær á ný. „Það er erfitt að segja til um það. Við erum enn að reyna að komast að því hvernig við eigum að tækla þetta. Það þarf væntanlega að hanna nýtt gólf, finna hvernig nýtt gólf og svo er næsta spurning hvað það tekur langan tíma að fá nýtt gólf til landsins. Það gætu verið fjórir til sex mánuðir, ég veit það ekki,“ sagði Birgir. Vatnstjónið setur stórt strik í dagskrá Laugardalshallarinnar en þar er mikið starf dags dagslega. Birgir segir líklegt að frjálsíþróttasalurinn verði notaður til að hýsa aðrar íþróttir. Fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Mikið vatnstjón í Laugardalshöllinni
Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira