Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 15:02 Maðurinn lýsir vetrinum árið 2020 á dramatískan hátt. Skjáskot Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira