Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 09:06 Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ekki sýnt mikilvægum aukakosningum í Georgíu mikinn áhuga. AP/Evan Vucci Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni. Baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Mike Pence varaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa sett stefnuna á Georgíu og ætla að ræða við kjósendur. Þá hafa bakhjarlar bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins dælt peningum í kosningabaráttuna. Samkvæmt frétt Politico hefur Trump þó ekki sýnt þessum kosningum í Georgíu áhuga. Fyrir utan nokkur tíst um meint kosningasvindl hefur hann ekki minnst á ríkið. Kosningarnar munu fara fram þann 5. janúar. Þær verða haldnar þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða í kosningunum í síðustu viku. Báðir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíu eru Repúblikanar. Þau heita David Perdue og Kelly Loeffler og hafa verið mjög gagnrýnin á það hvernig kosningarnar fóru fram í Georgíu. Embættismenn segja þó gagnrýni þeirra ekki réttmæta. Sjá einnig: Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Demókratarnir Raphael Warnock og Jon Ossoff fara gegn þeim. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. „Nokkrir hafa sagt honum að það sé mjög mikilvægt að Loeffler og Perdue vinni því þau muni hjálpa við að halda arfleið hans gangandi. Við höfum bent honum á að Repúblikanar tóku arfleið Obama hægt og rólega í sundur meðan við höfum stjórnað öldungadeildinni og nái Demókratar tökum þar muni þeir gera það sama við Trump,“ sagði einn heimildarmaður Politico sem er sagður náinn Trump. Hann bætti við að ásakanir Trump um kosningsvindl væru að koma niður á trúverðugleika hans. Sjá einnig: Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Auk þess að hafa sýnt kosningabaráttunni í Georgíu lítinn áhuga, virðist Trump ekki sýna starfi sínu mikinn áhuga þessa dagana. Hann hefur einungis einu sinni sést opinberlega undanfarna viku. Það var um helgina þegar hann tók þátt í athöfn í kirkjugarði hermanna í Arlington. Þá sagði hann ekki orð við almenning eða fjölmiðla. Óljóst er hvenær hann mun næst koma fram opinberlega. Washington Post bendir á að sex bandarískir hermenn við friðargæslu hafi dáið í þyrluslysi í Egyptalandi í gær. Óveðrið Eta hafa náð landi í Flórída og að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hafi náð hámarki í Bandaríkjunum og valdið lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þrátt fyrir það hefur Trump varið mest öllum sínum tíma einn í Hvíta húsinu þar sem hann hefur tíst ósönnuðum fullyrðingum og áróðri um kosningarnar og gagnrýni á Fox News. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni. Baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Mike Pence varaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa sett stefnuna á Georgíu og ætla að ræða við kjósendur. Þá hafa bakhjarlar bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins dælt peningum í kosningabaráttuna. Samkvæmt frétt Politico hefur Trump þó ekki sýnt þessum kosningum í Georgíu áhuga. Fyrir utan nokkur tíst um meint kosningasvindl hefur hann ekki minnst á ríkið. Kosningarnar munu fara fram þann 5. janúar. Þær verða haldnar þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða í kosningunum í síðustu viku. Báðir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíu eru Repúblikanar. Þau heita David Perdue og Kelly Loeffler og hafa verið mjög gagnrýnin á það hvernig kosningarnar fóru fram í Georgíu. Embættismenn segja þó gagnrýni þeirra ekki réttmæta. Sjá einnig: Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Demókratarnir Raphael Warnock og Jon Ossoff fara gegn þeim. Takist Demókrötum að velta bæði Purdue og Loeffler úr sessi verða þeir með fimmtíu sæti í öldungadeildinni, líkt og Repúblikanar. Hvorugur flokkurinn nær þannig meirihluta en þegar svo er heldur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, á úrslitaatkvæði. „Nokkrir hafa sagt honum að það sé mjög mikilvægt að Loeffler og Perdue vinni því þau muni hjálpa við að halda arfleið hans gangandi. Við höfum bent honum á að Repúblikanar tóku arfleið Obama hægt og rólega í sundur meðan við höfum stjórnað öldungadeildinni og nái Demókratar tökum þar muni þeir gera það sama við Trump,“ sagði einn heimildarmaður Politico sem er sagður náinn Trump. Hann bætti við að ásakanir Trump um kosningsvindl væru að koma niður á trúverðugleika hans. Sjá einnig: Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Auk þess að hafa sýnt kosningabaráttunni í Georgíu lítinn áhuga, virðist Trump ekki sýna starfi sínu mikinn áhuga þessa dagana. Hann hefur einungis einu sinni sést opinberlega undanfarna viku. Það var um helgina þegar hann tók þátt í athöfn í kirkjugarði hermanna í Arlington. Þá sagði hann ekki orð við almenning eða fjölmiðla. Óljóst er hvenær hann mun næst koma fram opinberlega. Washington Post bendir á að sex bandarískir hermenn við friðargæslu hafi dáið í þyrluslysi í Egyptalandi í gær. Óveðrið Eta hafa náð landi í Flórída og að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar hafi náð hámarki í Bandaríkjunum og valdið lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þrátt fyrir það hefur Trump varið mest öllum sínum tíma einn í Hvíta húsinu þar sem hann hefur tíst ósönnuðum fullyrðingum og áróðri um kosningarnar og gagnrýni á Fox News.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22 Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58 Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59 Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01 Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. 13. nóvember 2020 08:22
Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. 12. nóvember 2020 15:58
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. 12. nóvember 2020 12:59
Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. 11. nóvember 2020 15:01
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. 10. nóvember 2020 16:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent