Innlent

Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kynlífsdúkka af þeirri gerð sem stolið var í ráni í verslun Adams og Evu í september 2018. Hún kostaði 350 þúsund krónur í verðskrá verslunarinnar.
Kynlífsdúkka af þeirri gerð sem stolið var í ráni í verslun Adams og Evu í september 2018. Hún kostaði 350 þúsund krónur í verðskrá verslunarinnar. Vísir/Vilhelm

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar kaupunum með nokkrum tilþrifum á Twitter. Húsakaup séu ekki óalgeng hjá borginni en honum reki ekki minni til þess að borgin hafi áður keypt hjálpartækjaverslun.

„Húsnæði Adams og Evu er nú okkar!“

Dagur bætir við að borgin hafi sömuleiðis fest kaup á húsnæði arkitektarstofunnar við hliðina á kynlífshjálpartækjaversluninni.

„Planið er andlitslyfting þessa gamla hverfiskjarna við Kleppsveg og innrétting nýs 120 barna leikskóla - fyrir Laugardal og hina nýju Vogabyggð. Sannarlega margar flugur í einu höggi!“

Athygli vakti þegar kynlífsdúkku var stolið úr versluninni í september 2018. Bakkað var inn í verslunina og höfðu ræningjarnir dúkku að verðmæti 350 þúsund krónur, miðað við verðskrá verslunarinnar, á brott með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×