Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2020 09:00 Ingrid Kuhlman segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur en gefur lesendum góð ráð til að forðast að þær yfirtaki hugann og geri okkur erfitt fyrir að einbeita okkur að vinnu og öðrum verkefnum. Vísir/Vilhelm Það er hægara sagt en gert að bretta upp ermar í vinnu nú þegar fyrsti formlegi dagur fjögurra vikna samgöngubanns er hafin. Flestir vinnustaðir þurfa að gera enn frekari ráðstafanir til að fylgja eftir tilmælum Almannavarna og margir starfsmenn gera ráð fyrir röskun heimilis og vinnu þar sem samgöngubannið mun einnig hafa áhrif á skólastarf. Að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum er hreinlega erfitt fyrir áhyggjum og því spurðum við Ingrid Kuhlman hvort það væri raunhæft og nóg að hugsa einfaldlega jákvæðar hugsanir? „Nei, við höfum rétt á að hafa áhyggjur og við erum ekki ein um þær,“ segir Ingrid og bætir við „Þetta snýst frekar um það hversu mikið og hversu oft við látum sogast niður í fen áhyggna.“ Hvað ef einhver hnerrar á mig? Hvað ef ég þarf að fara í einangrun? Hvað ef ástvinur deyr af kórónuveirunni? Við báðum Ingrid um að gefa okkur á ný nokkur góð ráð til að hjálpa okkur í gegnum nýja vinnuviku. Ingrid er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Margir þekkja Ingrid líka sem stjórnanda síðunnar Hrós dagsins á Facebook þar sem ríflega 3500 manns eru meðlimir. Hér eru átta góð ráð til að draga úr þeim áhrifum sem áhyggjur geta haft á líðan okkar. 1. Samþykktu hugsanir þínar og tilfinningar Gott er að taka eftir neikvæðum hugsunum án þess að dæma þær eða bregðast við þeim. Leyfum þeim einfaldlega að vera án þess að grípa þær eða ýta þeim burt. Við erum ekki hugsanir okkar. Hugsanir eru ekki góðar eða slæmar, þær bara eru og svo líða þær hjá. Þær eru ekki staðreyndir og endurspegla ekki endilega raunveruleikann. 2. Láttu ekki áhyggjur yfirtaka líf þitt Fólk um allan heiminn hefur áhyggjur af því að smitast af kórónuveirunni eða smita aðra. Þó að slíkar áhyggjur séu eðlileg og sammannleg viðbrögð við þeirri ógn sem við stöndum frammi fyrir, þurfum við að passa okkur á því að þær verði ekki þrálátar og yfirtaki líf okkar. Að festast í linnulausum óhjálplegum hugsunum og velta fyrir sér spurningum eins og „Hvað ef einhver hóstar á mig?“,„Ætli starfsmenn í matvöruverslunum þrífi greiðsluposana?“ gera lítið gagn af því að þeim fylgja ekki aðgerðir. 3. Skoðaðu hugsunarstílinn Við höfum tilhneigingu til að nota ákveðinn hugsunarstíl til að útskýra fyrir sjálfum okkur hvers vegna hlutir, slæmir eða góðir, hendi okkur. Þegar hlutir fara úrskeiðis hjá svartsýnismönnum hafa þeir tilhneigingu til að hugsa hamfarahugsanir og styðjast við alhæfingar eins og „Ég er alltaf svo óheppinn, ég fæ alltaf allar pestir.“ Þeir kenna sjálfum sér um mótlætið og trúa því að það hafi varanlegar afleiðingar: „Ég mun örugglega aldrei ná mér eftir þetta.“ 4. Sýndu mildi og velvild í eigin garð Í stað þess að skamma okkur fyrir að hafa áhyggjur ættum við að rækta með okkur velvild í eigin garð, gangast við sjálfum okkur og mætum áhyggjum og neikvæðum tilfinningum með hlýju, mildi og skilning. Mildi og velvild í eigin garð eykur seiglu og vellíðan. Fyrir þá sem sem eiga erfitt með að sýna sjálfum sér velvild er gott að ímynda sér hvað þeir myndu segja við góðan vin í sömu aðstæðum. 5. Sættu þig við óvissuna og það sem þú getur ekki stjórnað Stór þáttur í áhyggjum er óþol fyrir óvissu. Við leggjum oft að jöfnu óvissu og slæma útkomu. Þó að við getum ekki stjórnað öllum aðstæðum, þýðir það ekki að við erum í meiri hættu. Við getum sjálf stjórnað mörgum af áhættuþáttunum, t.d. með handþvotti og sótthreinsun handa, því að forðast handabönd, faðmlög og kossa, halda hæfilegri fjarlægð, og draga úr ferðalögum og mannamótum. Einnig með því að sofa nóg, borða hollt, draga úr streitu og styrkja ónæmiskerfið með ýmsum öðrum leiðum. 6. Taktu frá sérstakt „áhyggjukorter“ á dagatalinu Taktu fimmtán mínútur frá á degi hverjum til að skoða áhyggjur þínar. Restina af deginum er hægt að skrifa niður áhyggjur sem þú hefur án þess að velta þeim fyrir þér nánar. Á áhyggjukorterinu skaltu spyrja þig spurninga eins og: „Eru þessar hugsanir gagnlegar eða gagnslausar?,“„Hvað get ég gert til að takast á við þær?,“ og „Hverjar eru líkurnar á að þetta gerist?“ 7. Settu kvóta á neikvæðar fréttir Þó að Internetið sé frábær uppspretta upplýsinga flæðir oft yfir okkur mikið magn neikvæðra frétta. Þegar við einblínum mikið á neikvæðar fréttir síast smám saman inn hjá okkur að heimurinn sé ekki góður staður og staða mannkynsins vonlaus. Gagnlegt getur reynst að sneiða hjá niðurdrepandi fréttum með því að setja kvóta á þær eða fara í svokallað „fréttabindindi“. Neikvæðar tilfinningar hafa nefnilega hæfnina til að sigra jákvæðar tilfinningar. 8. Settu þér dagleg markmið Áhyggjur kosta mikinn tíma og orku og hafa sjaldnast jákvæðar afleiðingar. Gott er að halda sér uppteknum með jákvæðum markmiðum eins og hreyfingu, að ljúka við verkefni, sinna áhugamáli o.s.frv. Þegar maður beinir athyglinni að jákvæðum markmiðum getur vel verið að hugurinn reiki og áhyggjur sækist að. Þá er gott að taka eftir hugsununum, samþykkja þær, og setja þær síðan á dagatalið. Láttu ekki neikvæðar hugsanir trufla þig. Mannauðsmál Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að bretta upp ermar í vinnu nú þegar fyrsti formlegi dagur fjögurra vikna samgöngubanns er hafin. Flestir vinnustaðir þurfa að gera enn frekari ráðstafanir til að fylgja eftir tilmælum Almannavarna og margir starfsmenn gera ráð fyrir röskun heimilis og vinnu þar sem samgöngubannið mun einnig hafa áhrif á skólastarf. Að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum er hreinlega erfitt fyrir áhyggjum og því spurðum við Ingrid Kuhlman hvort það væri raunhæft og nóg að hugsa einfaldlega jákvæðar hugsanir? „Nei, við höfum rétt á að hafa áhyggjur og við erum ekki ein um þær,“ segir Ingrid og bætir við „Þetta snýst frekar um það hversu mikið og hversu oft við látum sogast niður í fen áhyggna.“ Hvað ef einhver hnerrar á mig? Hvað ef ég þarf að fara í einangrun? Hvað ef ástvinur deyr af kórónuveirunni? Við báðum Ingrid um að gefa okkur á ný nokkur góð ráð til að hjálpa okkur í gegnum nýja vinnuviku. Ingrid er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Margir þekkja Ingrid líka sem stjórnanda síðunnar Hrós dagsins á Facebook þar sem ríflega 3500 manns eru meðlimir. Hér eru átta góð ráð til að draga úr þeim áhrifum sem áhyggjur geta haft á líðan okkar. 1. Samþykktu hugsanir þínar og tilfinningar Gott er að taka eftir neikvæðum hugsunum án þess að dæma þær eða bregðast við þeim. Leyfum þeim einfaldlega að vera án þess að grípa þær eða ýta þeim burt. Við erum ekki hugsanir okkar. Hugsanir eru ekki góðar eða slæmar, þær bara eru og svo líða þær hjá. Þær eru ekki staðreyndir og endurspegla ekki endilega raunveruleikann. 2. Láttu ekki áhyggjur yfirtaka líf þitt Fólk um allan heiminn hefur áhyggjur af því að smitast af kórónuveirunni eða smita aðra. Þó að slíkar áhyggjur séu eðlileg og sammannleg viðbrögð við þeirri ógn sem við stöndum frammi fyrir, þurfum við að passa okkur á því að þær verði ekki þrálátar og yfirtaki líf okkar. Að festast í linnulausum óhjálplegum hugsunum og velta fyrir sér spurningum eins og „Hvað ef einhver hóstar á mig?“,„Ætli starfsmenn í matvöruverslunum þrífi greiðsluposana?“ gera lítið gagn af því að þeim fylgja ekki aðgerðir. 3. Skoðaðu hugsunarstílinn Við höfum tilhneigingu til að nota ákveðinn hugsunarstíl til að útskýra fyrir sjálfum okkur hvers vegna hlutir, slæmir eða góðir, hendi okkur. Þegar hlutir fara úrskeiðis hjá svartsýnismönnum hafa þeir tilhneigingu til að hugsa hamfarahugsanir og styðjast við alhæfingar eins og „Ég er alltaf svo óheppinn, ég fæ alltaf allar pestir.“ Þeir kenna sjálfum sér um mótlætið og trúa því að það hafi varanlegar afleiðingar: „Ég mun örugglega aldrei ná mér eftir þetta.“ 4. Sýndu mildi og velvild í eigin garð Í stað þess að skamma okkur fyrir að hafa áhyggjur ættum við að rækta með okkur velvild í eigin garð, gangast við sjálfum okkur og mætum áhyggjum og neikvæðum tilfinningum með hlýju, mildi og skilning. Mildi og velvild í eigin garð eykur seiglu og vellíðan. Fyrir þá sem sem eiga erfitt með að sýna sjálfum sér velvild er gott að ímynda sér hvað þeir myndu segja við góðan vin í sömu aðstæðum. 5. Sættu þig við óvissuna og það sem þú getur ekki stjórnað Stór þáttur í áhyggjum er óþol fyrir óvissu. Við leggjum oft að jöfnu óvissu og slæma útkomu. Þó að við getum ekki stjórnað öllum aðstæðum, þýðir það ekki að við erum í meiri hættu. Við getum sjálf stjórnað mörgum af áhættuþáttunum, t.d. með handþvotti og sótthreinsun handa, því að forðast handabönd, faðmlög og kossa, halda hæfilegri fjarlægð, og draga úr ferðalögum og mannamótum. Einnig með því að sofa nóg, borða hollt, draga úr streitu og styrkja ónæmiskerfið með ýmsum öðrum leiðum. 6. Taktu frá sérstakt „áhyggjukorter“ á dagatalinu Taktu fimmtán mínútur frá á degi hverjum til að skoða áhyggjur þínar. Restina af deginum er hægt að skrifa niður áhyggjur sem þú hefur án þess að velta þeim fyrir þér nánar. Á áhyggjukorterinu skaltu spyrja þig spurninga eins og: „Eru þessar hugsanir gagnlegar eða gagnslausar?,“„Hvað get ég gert til að takast á við þær?,“ og „Hverjar eru líkurnar á að þetta gerist?“ 7. Settu kvóta á neikvæðar fréttir Þó að Internetið sé frábær uppspretta upplýsinga flæðir oft yfir okkur mikið magn neikvæðra frétta. Þegar við einblínum mikið á neikvæðar fréttir síast smám saman inn hjá okkur að heimurinn sé ekki góður staður og staða mannkynsins vonlaus. Gagnlegt getur reynst að sneiða hjá niðurdrepandi fréttum með því að setja kvóta á þær eða fara í svokallað „fréttabindindi“. Neikvæðar tilfinningar hafa nefnilega hæfnina til að sigra jákvæðar tilfinningar. 8. Settu þér dagleg markmið Áhyggjur kosta mikinn tíma og orku og hafa sjaldnast jákvæðar afleiðingar. Gott er að halda sér uppteknum með jákvæðum markmiðum eins og hreyfingu, að ljúka við verkefni, sinna áhugamáli o.s.frv. Þegar maður beinir athyglinni að jákvæðum markmiðum getur vel verið að hugurinn reiki og áhyggjur sækist að. Þá er gott að taka eftir hugsununum, samþykkja þær, og setja þær síðan á dagatalið. Láttu ekki neikvæðar hugsanir trufla þig.
Mannauðsmál Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50 Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00 Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 09:50
Kórónaveiran: „Krítískt að hugsa fyrir mjög óvæntum aðstæðum“ Sigurvin Bárður Sigurjónsson verkefnastjóri og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá KPMG segir fyrirtæki geta undirbúið sig undir komandi tíma, meðal annars með áætlunum um mildunaraðgerðir fyrir lausafjárvanda og fleira. 13. mars 2020 10:00
Kórónuveiran: 5 atriða aðgerðarplan fyrir stjórnendur Til að draga úr mögulegum áhrifum kórónuveirunnar er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir undirbúi sig vel með aðgerðarplani. 9. mars 2020 09:00