Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 11:41 Íbúar Eþíópíu lesa um átökin í Tigrayhéraði í dagblöðum. Takmarkaðar upplýsingar berast þaðan. AP/Samuel Habtab Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað. Eþíópía Súdan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað.
Eþíópía Súdan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira