Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:30 Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson á einni æfingu íslenska liðsins í Augsburg. Instagram/@footballiceland Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sjá meira