Deschamps: Pogba getur ekki verið ánægður hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 10:00 Paul Pogba hefur bara verið fimm sinnum í byrjunarliði Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Oli Scarff Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tjáði sig um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United á blaðamannafundi í gær en franska liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi landsleiki. Paul Pogba hefur oftar en ekki þurft að byrja á varamannabekknum í leikjum Manchester United liðsins í vetur og svo var einnig á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Pogba hefur spilað ellefu leiki með United á leiktíðinni en aðeins byrjað fimm þeirra. Pogba kom ekki inn á völlinn fyrr en á 82. mínútu í 3-1 sigri á Everton á Goodison Park um helgina en Manchester United þurfti nauðsynlega á þeim sigri að halda. Átta mínútur er vandræðalega lítið fyrir leikmann eins og Pogba sem oftar en ekki hefur þótt tilheyra hópi bestu miðjumanna heims. "He is in a situation with his club where he cannot be happy."France manager Didier Deschamps is concerned about Paul Pogba's career at Man Utd https://t.co/RBvEr5fuHZ pic.twitter.com/YXpGFtnt6I— BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2020 Hann er fastamaður hjá franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn ræddi sinn mann við fjölmiðla í gær. „Hann er í aðstöðu hjá félaginu sínu þar sem hann getur ekki verið ánægður, hvorki með spilatíma eða hvar hann er að spila á vellinum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins. „Hann er ekki í sínu besta formi, hefur verið óheppinn með meiðsli og fékk síðan kórónuveiruna sem tók mjög á hann. Hann þarf að finna taktinn sinn,“ sagði Deschamps. „Ég hef ekki áhyggjur af honum. Þegar leikmanni líður illa hjá félaginu sínu þá er hann vanalega mjög ánægður með að spila fyrir landsliðið sitt. Hann segir mér frá tilfinningum sínum og ég þekki hann mjög vel. Þetta mun fara í jákvæða átt,“ sagði Deschamps. Manchester United borgaði Juventus 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. United nýtti sér klásúlu í samningnum hans og framlengdi hann til ársins 2022. Þá verður hann 29 ára gamall.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Sjá meira