Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur. Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni. „Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði. „Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“ Álagið hafi einnig aukist. „Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“ Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni. Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú. Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira