Innlent

Guðlaugur Þór óskar Biden og Harris til hamingju

Sylvía Hall skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sent kveðjur til Joe Biden og Kamölu Harris eftir sigur þeirra í bandarísku forsetakosningunum. Hann segir metkosningaþátttöku bera vott um styrk lýðræðisins vestanhafs.

„Bandaríkin og Ísland hafa alltaf átt náið samstarf og vináttu. Ég hlakka til að þróa það enn frekar með ykkar nýju stjórn,“ skrifar Guðlaugur Þór á Twitter-síðu sína.

Guðlaugur hefur áður lýst því yfir að tengsl Íslands og Bandaríkjanna séu afar mikilvæg. Til að mynda fundaði hann síðasta fimmtudag með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fjarfundi til þess að ræða viðskipta- og efnahagsmál. Forsetakosningarnar vestanhafs voru þó ekki ræddar.

Bandaríkjaþing hefur nú til umfjöllunar frumvarp um sérstakar vegabréfsáritanir fyrir íslenskt viðskiptafólk, svonefndar E1 og E2-áritanir. Ákvörðun um að þingið fjallaði um málið, Íslandsfrumvarpið sem svo hefur verið kallað, lá fyrir í lok síðasta árs.


Tengdar fréttir

Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×