Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 07:00 Tryggvi Þorgeirsson forstjóri Sidekick. Vísir/Vilhelm „Ég og meðstofnandi minn, Sæmundur Oddsson, vorum báðir starfandi læknar þegar við ýttum verkefninu úr vör, ég á Landspítala og Sæmundur í Svíþjóð. Við vissum að vildum tengja saman atferlisfræði og snjalltækni til að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma. Ég hafði einnig bakgrunn í verkfræði sem hefur nýst mér gífurlega vel, auk þess sem ég hafði í kringum tvítugsaldurinn starfað við nýsköpunarfyrirtæki föður míns sem gaf mér dýrmæta reynslu,“ segir Tryggvi Þorgeirsson forstjóri fyrirtækisins Sidekick Health, sem nýverið tryggði sér 2,8 milljarða króna í fjármögnun erlendis frá. En Tryggvi bætir við: „Við Sæmundur höfðum hins vegar litla reynslu af viðskiptum og höfum því þurft að læra margt á leiðinni. Þessu er stundum líkt við það að fleygja sér út úr flugvél og þurfa að finna upp og smíða fallhlíf á leiðinni niður. Ég tengi alveg við þá líkingu að mörgu leyti.“ Sidekick er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun, eða árið 2014. Þótt fyrirtækið skilgreinist sem nýsköpunarfyrirtæki starfa þar nú þegar fjörtíu starfsmenn. Á næstu misserum er stefnt að því að þrefalda þann fjölda. Þróuðu Covid-19 lausn fyrir sjúklinga í einangrun Ein af þeim lausnum sem Sidekick hefur hefur þróað nýverið er lausn fyrir Covid sjúklinga í einangrun. Lausnin hefur gert heilbrigðisstarfsfólki Landspítala kleift að fylgjast með þróun einkenna sjúklings í gegnum fjarheilbrigðiskerfi Sidekick. „Þessi afurð hefur nú verið aðlöguð að öðrum sjúkdómaflokkum og mörkuðum og er komin í notkun Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Tryggvi. Þannig segir Tryggvi Covid-lausnina dæmi um hvernig samstarfið við Landspítalann nýtist fyrir frekari vöxt á alþjóðavísu. Hér sé aðgangur að fagfólki greiður og samstarfið gott og margvíslegt. Tryggvi segir Sidekick í fleiri samstarfsverkefnum með Landspítalanum. Meðal annars í í spennandi rannsóknarsamstarfi við Krabbameinsdeild Landspítalans. Og nýverið hófst samstarf við hjartadeild spítalans. Í hverju felst það samstarf? „Það snýst um að fjarvakta og styðja fólk með hjarta- og æðasjúkdóma. Við byrjuðum að vinna með fólki með hjartabilun, sem er alvarlegur sjúkdómur. Við gerðum fyrstu prófanir í sumar og á tveimur mánuðum fengu notendur marktæka og umtalsverða bætingu á alvarlegum einkennum eins og mæði sem stafar af vökva í lungum. Notendur voru afar ánægðir með þjónustuna og óskuðu eftir að henni yrði haldið áfram,“ segir Tryggvi. Og samstarfið er strax að skipta verulegu máli. Kerfið leiddi meðal annars til þess að alvarleg versnun einkenna greindist tímanlega hjá ungri manneskju með bilað hjarta. Guðbjörg Jóna hjúkrunarfræðingur veitti því athygli í gegnum kerfið að einkenni fóru versnandi dag frá degi, hringdi í viðkomandi sem bjó úti á landi, og leiddi það til bráðainnlagnar á hjartadeild,“ segir Tryggvi og bætir við: „Þetta hefði getað endað illa ef einkenni hefðu ekki greinst tímanlega, en í þessu tilviki dugði stutt innlögn þar sem bætt var í meðferð og ástandinu var snúið til betri vegar.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem Tryggvi vísar hér í er Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild hjartabilunar. En Sidekick vinnur einnig náið með Bylgju Kærnested, deildarstjóra hjartadeildar og Davíð O. Arnar yfirlækni hjartalækninga. „Samstarfsfólk okkar á hjartadeildinni sér þetta sem klára þjónustuviðbót. Þetta eykur samskiptin við sjúklinga en á sama tíma getur þetta betur stýrt því hversu oft fólk þarf að koma í eftirlit og jafnvel er hægt að greina snemma þá sem eru með versnun á sínum sjúkdómi og kalla þá inn á göngudeild áður en til þess kemur að þeir þurfi að mæta, jafnvel með sjúkrabíl, á bráðamóttöku,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir samstarf Sidekick við Landspítalann mikið og gott. Þar sé auðvelt aðgengi að fagfólki auk þess sem samvinnan við Landspítalann hefur haft jákvæð áhrif á vöxt félagsins erlendis.Vísir/Vilhelm Tæknin sendir færri á stofnanir Tryggvi segir nýsköpun og þróun í heilbrigðistækni skipta miklu máli. Ekki aðeins til að bæta þjónustu við sjúklinga heldur einnig til að nýta betur auðlindir í heilbrigðiskerfinu. Tækni eins og Sidekick geti fært þjónustu til fólks með langvinna sjúkdóma án þess að viðkomandi sé inni á stofnun. „Ég ber þetta oft saman við bankaþjónustu, sem nú fer að mestu fram í snjalltækjum og á netinu. Það dytti engum í hug að biðja bankana að snúa aftur til fortíðar og sinna allri bankaþjónustu inni í steinsteyptum útibúum og með einstaklingsviðtölum,“ segir Tryggvi og heldur áfram: Nú lítum við á bankaþjónustu í snjalltækjum og á netinu sem venjulega bankaþjónustu. Ekki stafræna bankaþjónustu. Það sama á við það sem við erum að þróa - tæknin gerir okkur kleift að veita fólki heilbrigðisþjónustu í daglegu lífi, utan stofnana, til viðbótar við hefðbundna meðferð á stofnunum.“ Að mati Tryggva er það hluti framþróunar að fólk taki í auknum mæli þátt í sinni eigin heilbrigðismeðferð, sem tæknin er einmitt að tryggja í dag. Ráðningar starfsfólks framundan Tryggvi segir viðfangsefni nýsköpunarfyrirtækja ótalmörg. Mestu skiptir þó samstarfsfólkið. „Mestu skiptir að byggja upp teymi af afburðafólki sem deilir sömu sýn og hjálpast að við að byggja vöru í hæsta gæðaflokki,“ segir Tryggvi. Hann segir Sidekick í örum vexti, sérstaklega erlendis. Þá hafi það hjálpað mikið að vera með þolinmóða fjárfesta sem gerði fyrirtækinu kleift að vinna vel að þróun. „Novator hefur stutt dyggilega við bakið á okkur frá upphafi auk Tækniþróunarsjóðs og Frumtak bættist í fjárfestahópinn árið 2017. Þetta hafa verið þolinmóðir fjárfestar, sem gerðu okkur kleift að þróa vöru á heimsmælikvarða,“ segir Tryggvi. Þeir fjárfestar sem nýverið komu inn til viðbótar koma inn bæði með fjármagn og þekkingu en það eru þá Asabys Partners og Wellington Partners. Þessir tveir aðilar munu styðja sérstaklega við vöxt félagsins í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Við stefnum að því að þrefalda starfsmannafjöldann á næstu misserum og sækja afburðafólk með víðtæka reynslu á sviði heilbrigðismeðferðar og -rannsókna, hugbúnaðargerðar, hönnunar og sölu- og markaðsmála,“ segir Tryggvi. Flest ný störf Sidekick verða á Íslandi. „Það stendur til að bæta við fjölmörgum þekkingarstörfum og Ísland verður enn þungamiðjan í rekstri Sidekick,“ segir Tryggvi en bætir við: „En við munum einnig opna sölu- og markaðsskrifstofu á meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum á næstu misserum.“ Tryggvi segir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu mikilvæga því tæknin getur gert fólki kleift að taka þátt í sinni eigin meðferð, án þess að vera inni á stofnun.Vísir/Vilhelm En hvernig hefur það gengið að standa að fjármögnun fyrir nýsköpunarfyrirtæki, fyrst í kjölfar bankahruns og nú í kjölfar kórónufaraldurs? „Heilbrigðistæknigeirinn hefur vaxið hratt síðustu ár. Hins vegar hefur faraldurinn enn frekar undirstrikað nauðsyn þess að hraða innleiðingu fjarheilbrigðislausna,“ segir Tryggvi. Aðspurður um góð ráð til nýsköpunaraðila segir Tryggvi nokkur atriði skipta mestu máli: Fyrst og fremst skiptir máli að hugmyndin sé góð, að það sé þörf fyrir afurðina sem er verið að þróa og að hún leysi raunveruleg vandamál. Og svo skiptir rétta tekjumódelið líka miklu máli. Það er alltaf erfitt að sækja fé hvernig sem viðrar í hagkerfinu ef tekjumódelið er ekki til staðar. Ég er sannfærður um að Sidekick hefði sótt fé til erlendra sjóða þó svo að faraldurinn hefði ekki skollið á í vor. Það var umframeftirspurn eftir að fjárfesta hjá okkur, sem að hluta til skýrist af auknum tækifærum í fjarheilbrigðistækni vegna faraldursins. Við hófum ferlið fyrir faraldurinn og við urðum strax vör við mikinn áhuga fjárfesta og völdum að vinna með Asabys og Wellington vegna þess að þessir sjóðir hafa djúpa þekkingu á okkar geira og vítt tenglanet,“ segir Tryggvi. Með tilkomu nýrra fjárfesta, urðu nokkrar breytingar á stjórn. „Regina Hoditis, meðeigandi Wellington, og Josep Sanfeliu, meðstofnandi Asabys, taka sæti í stjórninni fyrir hönd nýju fjárfestanna. En Svana Gunnarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Frumtaks, verður áfram stjórnarformaður,“ segir Tryggvi. Nýsköpun Heilbrigðismál Stjórnun Tengdar fréttir Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Ég og meðstofnandi minn, Sæmundur Oddsson, vorum báðir starfandi læknar þegar við ýttum verkefninu úr vör, ég á Landspítala og Sæmundur í Svíþjóð. Við vissum að vildum tengja saman atferlisfræði og snjalltækni til að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma. Ég hafði einnig bakgrunn í verkfræði sem hefur nýst mér gífurlega vel, auk þess sem ég hafði í kringum tvítugsaldurinn starfað við nýsköpunarfyrirtæki föður míns sem gaf mér dýrmæta reynslu,“ segir Tryggvi Þorgeirsson forstjóri fyrirtækisins Sidekick Health, sem nýverið tryggði sér 2,8 milljarða króna í fjármögnun erlendis frá. En Tryggvi bætir við: „Við Sæmundur höfðum hins vegar litla reynslu af viðskiptum og höfum því þurft að læra margt á leiðinni. Þessu er stundum líkt við það að fleygja sér út úr flugvél og þurfa að finna upp og smíða fallhlíf á leiðinni niður. Ég tengi alveg við þá líkingu að mörgu leyti.“ Sidekick er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun, eða árið 2014. Þótt fyrirtækið skilgreinist sem nýsköpunarfyrirtæki starfa þar nú þegar fjörtíu starfsmenn. Á næstu misserum er stefnt að því að þrefalda þann fjölda. Þróuðu Covid-19 lausn fyrir sjúklinga í einangrun Ein af þeim lausnum sem Sidekick hefur hefur þróað nýverið er lausn fyrir Covid sjúklinga í einangrun. Lausnin hefur gert heilbrigðisstarfsfólki Landspítala kleift að fylgjast með þróun einkenna sjúklings í gegnum fjarheilbrigðiskerfi Sidekick. „Þessi afurð hefur nú verið aðlöguð að öðrum sjúkdómaflokkum og mörkuðum og er komin í notkun Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Tryggvi. Þannig segir Tryggvi Covid-lausnina dæmi um hvernig samstarfið við Landspítalann nýtist fyrir frekari vöxt á alþjóðavísu. Hér sé aðgangur að fagfólki greiður og samstarfið gott og margvíslegt. Tryggvi segir Sidekick í fleiri samstarfsverkefnum með Landspítalanum. Meðal annars í í spennandi rannsóknarsamstarfi við Krabbameinsdeild Landspítalans. Og nýverið hófst samstarf við hjartadeild spítalans. Í hverju felst það samstarf? „Það snýst um að fjarvakta og styðja fólk með hjarta- og æðasjúkdóma. Við byrjuðum að vinna með fólki með hjartabilun, sem er alvarlegur sjúkdómur. Við gerðum fyrstu prófanir í sumar og á tveimur mánuðum fengu notendur marktæka og umtalsverða bætingu á alvarlegum einkennum eins og mæði sem stafar af vökva í lungum. Notendur voru afar ánægðir með þjónustuna og óskuðu eftir að henni yrði haldið áfram,“ segir Tryggvi. Og samstarfið er strax að skipta verulegu máli. Kerfið leiddi meðal annars til þess að alvarleg versnun einkenna greindist tímanlega hjá ungri manneskju með bilað hjarta. Guðbjörg Jóna hjúkrunarfræðingur veitti því athygli í gegnum kerfið að einkenni fóru versnandi dag frá degi, hringdi í viðkomandi sem bjó úti á landi, og leiddi það til bráðainnlagnar á hjartadeild,“ segir Tryggvi og bætir við: „Þetta hefði getað endað illa ef einkenni hefðu ekki greinst tímanlega, en í þessu tilviki dugði stutt innlögn þar sem bætt var í meðferð og ástandinu var snúið til betri vegar.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem Tryggvi vísar hér í er Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild hjartabilunar. En Sidekick vinnur einnig náið með Bylgju Kærnested, deildarstjóra hjartadeildar og Davíð O. Arnar yfirlækni hjartalækninga. „Samstarfsfólk okkar á hjartadeildinni sér þetta sem klára þjónustuviðbót. Þetta eykur samskiptin við sjúklinga en á sama tíma getur þetta betur stýrt því hversu oft fólk þarf að koma í eftirlit og jafnvel er hægt að greina snemma þá sem eru með versnun á sínum sjúkdómi og kalla þá inn á göngudeild áður en til þess kemur að þeir þurfi að mæta, jafnvel með sjúkrabíl, á bráðamóttöku,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir samstarf Sidekick við Landspítalann mikið og gott. Þar sé auðvelt aðgengi að fagfólki auk þess sem samvinnan við Landspítalann hefur haft jákvæð áhrif á vöxt félagsins erlendis.Vísir/Vilhelm Tæknin sendir færri á stofnanir Tryggvi segir nýsköpun og þróun í heilbrigðistækni skipta miklu máli. Ekki aðeins til að bæta þjónustu við sjúklinga heldur einnig til að nýta betur auðlindir í heilbrigðiskerfinu. Tækni eins og Sidekick geti fært þjónustu til fólks með langvinna sjúkdóma án þess að viðkomandi sé inni á stofnun. „Ég ber þetta oft saman við bankaþjónustu, sem nú fer að mestu fram í snjalltækjum og á netinu. Það dytti engum í hug að biðja bankana að snúa aftur til fortíðar og sinna allri bankaþjónustu inni í steinsteyptum útibúum og með einstaklingsviðtölum,“ segir Tryggvi og heldur áfram: Nú lítum við á bankaþjónustu í snjalltækjum og á netinu sem venjulega bankaþjónustu. Ekki stafræna bankaþjónustu. Það sama á við það sem við erum að þróa - tæknin gerir okkur kleift að veita fólki heilbrigðisþjónustu í daglegu lífi, utan stofnana, til viðbótar við hefðbundna meðferð á stofnunum.“ Að mati Tryggva er það hluti framþróunar að fólk taki í auknum mæli þátt í sinni eigin heilbrigðismeðferð, sem tæknin er einmitt að tryggja í dag. Ráðningar starfsfólks framundan Tryggvi segir viðfangsefni nýsköpunarfyrirtækja ótalmörg. Mestu skiptir þó samstarfsfólkið. „Mestu skiptir að byggja upp teymi af afburðafólki sem deilir sömu sýn og hjálpast að við að byggja vöru í hæsta gæðaflokki,“ segir Tryggvi. Hann segir Sidekick í örum vexti, sérstaklega erlendis. Þá hafi það hjálpað mikið að vera með þolinmóða fjárfesta sem gerði fyrirtækinu kleift að vinna vel að þróun. „Novator hefur stutt dyggilega við bakið á okkur frá upphafi auk Tækniþróunarsjóðs og Frumtak bættist í fjárfestahópinn árið 2017. Þetta hafa verið þolinmóðir fjárfestar, sem gerðu okkur kleift að þróa vöru á heimsmælikvarða,“ segir Tryggvi. Þeir fjárfestar sem nýverið komu inn til viðbótar koma inn bæði með fjármagn og þekkingu en það eru þá Asabys Partners og Wellington Partners. Þessir tveir aðilar munu styðja sérstaklega við vöxt félagsins í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Við stefnum að því að þrefalda starfsmannafjöldann á næstu misserum og sækja afburðafólk með víðtæka reynslu á sviði heilbrigðismeðferðar og -rannsókna, hugbúnaðargerðar, hönnunar og sölu- og markaðsmála,“ segir Tryggvi. Flest ný störf Sidekick verða á Íslandi. „Það stendur til að bæta við fjölmörgum þekkingarstörfum og Ísland verður enn þungamiðjan í rekstri Sidekick,“ segir Tryggvi en bætir við: „En við munum einnig opna sölu- og markaðsskrifstofu á meginlandi Evrópu og Bandaríkjunum á næstu misserum.“ Tryggvi segir nýsköpun í heilbrigðiskerfinu mikilvæga því tæknin getur gert fólki kleift að taka þátt í sinni eigin meðferð, án þess að vera inni á stofnun.Vísir/Vilhelm En hvernig hefur það gengið að standa að fjármögnun fyrir nýsköpunarfyrirtæki, fyrst í kjölfar bankahruns og nú í kjölfar kórónufaraldurs? „Heilbrigðistæknigeirinn hefur vaxið hratt síðustu ár. Hins vegar hefur faraldurinn enn frekar undirstrikað nauðsyn þess að hraða innleiðingu fjarheilbrigðislausna,“ segir Tryggvi. Aðspurður um góð ráð til nýsköpunaraðila segir Tryggvi nokkur atriði skipta mestu máli: Fyrst og fremst skiptir máli að hugmyndin sé góð, að það sé þörf fyrir afurðina sem er verið að þróa og að hún leysi raunveruleg vandamál. Og svo skiptir rétta tekjumódelið líka miklu máli. Það er alltaf erfitt að sækja fé hvernig sem viðrar í hagkerfinu ef tekjumódelið er ekki til staðar. Ég er sannfærður um að Sidekick hefði sótt fé til erlendra sjóða þó svo að faraldurinn hefði ekki skollið á í vor. Það var umframeftirspurn eftir að fjárfesta hjá okkur, sem að hluta til skýrist af auknum tækifærum í fjarheilbrigðistækni vegna faraldursins. Við hófum ferlið fyrir faraldurinn og við urðum strax vör við mikinn áhuga fjárfesta og völdum að vinna með Asabys og Wellington vegna þess að þessir sjóðir hafa djúpa þekkingu á okkar geira og vítt tenglanet,“ segir Tryggvi. Með tilkomu nýrra fjárfesta, urðu nokkrar breytingar á stjórn. „Regina Hoditis, meðeigandi Wellington, og Josep Sanfeliu, meðstofnandi Asabys, taka sæti í stjórninni fyrir hönd nýju fjárfestanna. En Svana Gunnarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri Frumtaks, verður áfram stjórnarformaður,“ segir Tryggvi.
Nýsköpun Heilbrigðismál Stjórnun Tengdar fréttir Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00
Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03