Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 13:56 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska sautján ára landsliðinu í fyrra. Getty/Piaras Ó Mídheach Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira