5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2020 10:00 Dominik Szoboszlai er besti leikmaður sem Ungverjar hafa eignast í mörg ár, jafnvel áratugi. getty/Laszlo Szirtesi Í dag eru fimm dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn og nú er komið að því að fjalla um skærustu framtíðarstjörnu Ungverja. Í ungverska landsliðinu er ekki að finna stærstu nöfnin í fótboltaheiminum. Þekktustu leikmenn þess eru eflaust samherjarnir hjá RB Leipzig, Péter Gulásci og Willi Orban. En mest spennandi leikmaðurinn í ungverska liðinu og framtíðarstjarna þess er hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, leikmaður Red Bull Salzburg. Szoboszlai spilar oftast á vinstri kantinum en getur einnig leikið framarlega á miðjunni. Hann er gríðarlega sparkviss og með baneitraðan hægri fót. Það sást m.a. í leik Salzburg og Lokomotiv Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði. Hann skoraði þá stórglæsilegt mark með skoti í slá og inn frá vítateigshorninu. Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá eina mark leiksins með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Raunar hafa bæði mörk Szoboszlais fyrir ungverska landsliðið komið með skotum beint úr aukaspyrnum. Hann skoraði einnig aukaspyrnumark í 1-2 tapi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í fyrra. Eins og sést á mörkunum hér fyrir ofan ætti íslenska liðið að varast að gefa Szoboszlai tíma og pláss í og við vítateiginn og forðast í lengstu löð að fá á sig aukaspyrnur þar sem hann getur látið vaða. Szoboszlai var fyrst valinn í ungverska A-landsliðið þegar hann var aðeins sextán ára og lék sinn fyrsta landsleik átján ára. Fyrsti landsleikur Szoboszlais í byrjunarliði Ungverja var í 2-1 sigri á Króötum, silfurliði síðasta heimsmeistaramóts, í undankeppni EM í mars í fyrra. Alls hefur hann leikið tíu A-landsleiki. Szoboszlai skýlir boltanum frá Federico Valverde, leikmanni Real Madrid, í vináttulandsleik Ungverjalands og Úrúgvæ.getty/Matthew Ashton Szoboszlai var ekki í ungverska hópnum í síðasta mánuði þar sem hann var í sóttkví eins og aðrir leikmenn Salzburg. Szoboszlai virðist vera afar spenntur fyrir leiknum gegn Íslandi en Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverjalands, að hann myndi labba frá Salzburg til Búdapest ef þess þyrfti. Milli borganna eru litlir 530 kílómetrar. Szoboszlai fæddist í Székesfehérvár, níundu stærstu borg Ungverjalands, 25. október 2000. Faðir hans, Zsolt, var fótboltamaður og lék í efstu deild í Ungverjalandi, m.a. með Videton, aðalliðinu í Székesfehérvár. Zsolt stofnaði seinna fótboltakademíu í borginni, Fönix-Gold, þar sem sonur hans byrjaði að spila. Szoboszlai vakti snemma athygli fyrir framúrskarandi hæfileika og þegar hann var sextán ára samdi hann við Salzburg. Þar á bæ eru menn með gott auga fyrir hæifleikaríkum fótboltamönnum og nokkrir frábærir leikmenn hafa stoppað þar á leið sinni á toppinn. Má þar m.a. nefna Sadio Mané og Erling Håland, sem Szoboszlai lék með hjá Salzburg. Szoboszlai fagnar með hinum markaóða Erling Håland eftir sigur á Genk, 6-2, í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.getty/David Geieregger Szoboszlai byrjaði að spila með Liefering, sem Salzburg á í samstarfi við, í austurrísku B-deildinni. Hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liefering. Og ekki leið á löngu þar til hann fékk tækifæri með Salzburg. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn leikmaður ársins í austurrísku úrvalsdeildinni. Hann skoraði níu mörk og lagði upp fjórtán fyrir Salzburg sem varð meistari sjöunda árið í röð. Szoboszlai hefur einnig farið vel af stað á þessu tímabili og skorað fimm mörk og gefið átta stoðsendingar í tólf leikjum í öllum keppnum. Fjögur marka hans hafa komið í Meistaradeildinni, þar af tvö í riðlakeppninni. Szoboszlai í baráttu við Benjamin Pavard í leik Salzburg og Evrópumeistara Bayern München á þriðjudaginn. Bæjarar unnu leikinn, 2-6.getty/Roland Krivec Szoboszlai er samningsbundinn Salzburg til 2022 en verður eflaust farinn til stærra félags áður en langt um líður. Eins og svo margir leikmenn Salzburg gæti hann farið ofar í fæðukeðju Red Bull samsteypunnar og gengið í raðir RB Leipzig. Eða tekið enn stærra stökk. Szoboszlai hefur m.a. verið orðaður við Juventus, AC Milan og Arsenal. Szoboszlai er gulldrengur Ungverja og hefur hæfileika til að verða þeirra besti leikmaður í nokkra áratugi, jafnvel síðan Florian Albert var uppi á sitt besta. Ungverjar vonast til að Szoboszlai hjálpi þeim til við að gera sig aftur gildandi í alþjóðlegum fótbolta. Það væri þó óskandi að þeir biðu með það þar til eftir 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 6 dagar í Ungverjaleikinn: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Í dag eru fimm dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn og nú er komið að því að fjalla um skærustu framtíðarstjörnu Ungverja. Í ungverska landsliðinu er ekki að finna stærstu nöfnin í fótboltaheiminum. Þekktustu leikmenn þess eru eflaust samherjarnir hjá RB Leipzig, Péter Gulásci og Willi Orban. En mest spennandi leikmaðurinn í ungverska liðinu og framtíðarstjarna þess er hinn tvítugi Dominik Szoboszlai, leikmaður Red Bull Salzburg. Szoboszlai spilar oftast á vinstri kantinum en getur einnig leikið framarlega á miðjunni. Hann er gríðarlega sparkviss og með baneitraðan hægri fót. Það sást m.a. í leik Salzburg og Lokomotiv Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði. Hann skoraði þá stórglæsilegt mark með skoti í slá og inn frá vítateigshorninu. Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá eina mark leiksins með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Raunar hafa bæði mörk Szoboszlais fyrir ungverska landsliðið komið með skotum beint úr aukaspyrnum. Hann skoraði einnig aukaspyrnumark í 1-2 tapi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í fyrra. Eins og sést á mörkunum hér fyrir ofan ætti íslenska liðið að varast að gefa Szoboszlai tíma og pláss í og við vítateiginn og forðast í lengstu löð að fá á sig aukaspyrnur þar sem hann getur látið vaða. Szoboszlai var fyrst valinn í ungverska A-landsliðið þegar hann var aðeins sextán ára og lék sinn fyrsta landsleik átján ára. Fyrsti landsleikur Szoboszlais í byrjunarliði Ungverja var í 2-1 sigri á Króötum, silfurliði síðasta heimsmeistaramóts, í undankeppni EM í mars í fyrra. Alls hefur hann leikið tíu A-landsleiki. Szoboszlai skýlir boltanum frá Federico Valverde, leikmanni Real Madrid, í vináttulandsleik Ungverjalands og Úrúgvæ.getty/Matthew Ashton Szoboszlai var ekki í ungverska hópnum í síðasta mánuði þar sem hann var í sóttkví eins og aðrir leikmenn Salzburg. Szoboszlai virðist vera afar spenntur fyrir leiknum gegn Íslandi en Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverjalands, að hann myndi labba frá Salzburg til Búdapest ef þess þyrfti. Milli borganna eru litlir 530 kílómetrar. Szoboszlai fæddist í Székesfehérvár, níundu stærstu borg Ungverjalands, 25. október 2000. Faðir hans, Zsolt, var fótboltamaður og lék í efstu deild í Ungverjalandi, m.a. með Videton, aðalliðinu í Székesfehérvár. Zsolt stofnaði seinna fótboltakademíu í borginni, Fönix-Gold, þar sem sonur hans byrjaði að spila. Szoboszlai vakti snemma athygli fyrir framúrskarandi hæfileika og þegar hann var sextán ára samdi hann við Salzburg. Þar á bæ eru menn með gott auga fyrir hæifleikaríkum fótboltamönnum og nokkrir frábærir leikmenn hafa stoppað þar á leið sinni á toppinn. Má þar m.a. nefna Sadio Mané og Erling Håland, sem Szoboszlai lék með hjá Salzburg. Szoboszlai fagnar með hinum markaóða Erling Håland eftir sigur á Genk, 6-2, í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.getty/David Geieregger Szoboszlai byrjaði að spila með Liefering, sem Salzburg á í samstarfi við, í austurrísku B-deildinni. Hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Liefering. Og ekki leið á löngu þar til hann fékk tækifæri með Salzburg. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn leikmaður ársins í austurrísku úrvalsdeildinni. Hann skoraði níu mörk og lagði upp fjórtán fyrir Salzburg sem varð meistari sjöunda árið í röð. Szoboszlai hefur einnig farið vel af stað á þessu tímabili og skorað fimm mörk og gefið átta stoðsendingar í tólf leikjum í öllum keppnum. Fjögur marka hans hafa komið í Meistaradeildinni, þar af tvö í riðlakeppninni. Szoboszlai í baráttu við Benjamin Pavard í leik Salzburg og Evrópumeistara Bayern München á þriðjudaginn. Bæjarar unnu leikinn, 2-6.getty/Roland Krivec Szoboszlai er samningsbundinn Salzburg til 2022 en verður eflaust farinn til stærra félags áður en langt um líður. Eins og svo margir leikmenn Salzburg gæti hann farið ofar í fæðukeðju Red Bull samsteypunnar og gengið í raðir RB Leipzig. Eða tekið enn stærra stökk. Szoboszlai hefur m.a. verið orðaður við Juventus, AC Milan og Arsenal. Szoboszlai er gulldrengur Ungverja og hefur hæfileika til að verða þeirra besti leikmaður í nokkra áratugi, jafnvel síðan Florian Albert var uppi á sitt besta. Ungverjar vonast til að Szoboszlai hjálpi þeim til við að gera sig aftur gildandi í alþjóðlegum fótbolta. Það væri þó óskandi að þeir biðu með það þar til eftir 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 6 dagar í Ungverjaleikinn: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
6 dagar í Ungverjaleikinn: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30
7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31