Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:32 Guðmundur í viðtali við Fjölni Þorgeirsson eftir keppni í hestaíþróttum. Vísir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna. Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna.
Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira