Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:32 Guðmundur í viðtali við Fjölni Þorgeirsson eftir keppni í hestaíþróttum. Vísir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna. Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna.
Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira