Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 09:55 Mikael og Elma Stefanía við Burgtheater hvar Elma starfar. Fólkið í hinni afar friðsömu og fögru Vínarborg er í áfalli eftir skotárásina í gærkvöldi. Mikael og Elma búa ásamt tveimur dætrum steinsnar frá vettvangi atburðanna. aðsend „Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki. Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07