Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 18:31 Verði þingsályktunartillagan samþykkt geta konur sem eru handhafar Evrópska sjúkratryggingakortsins og mega lögum samkvæmt ekki gangast undir þungunarrof í heimalandinu fengið heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk. Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þetta er efni þingsályktunartillögu sem Rósa Björk Brynjólfsdótti stendur að baki en hana styðja jafnframt átján þingmenn úr Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Tillagan er til komin vegna þeirrar stöðu sem ríkir í Póllandi og niðurstöðu stjórnlagadómstóls Póllands sem er áfall fyrir kvenréttindi í Evrópu,“ segir Rósa Björk. Dómstólinn komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins. Dómurinn hefur þau áhrif að þungunarrof er nær alfarið bannað, eða einungis heimilt þegar um er að ræða nauðgun, sifjaspell, eða ef kona er talin í lífshættu. Dómnum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu sem þessi þingsályktunartillaga myndi ná yfir. Það eru Pólland og Malta, þar sem réttindi kvenna til að gangast undir þungunarrof eru mun síðri en í öðrum löndum. Þannig það yrði ekki mikill kostnaður við þessa leið,“ segir Rósa. Í tillögunni er skilyrðið sem konur þurfa að uppfylla orðað þannig að „viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof.“ Rósa Björk telur einboðið að Íslendingar sýni Pólverjum stuðning vegna mikils sambands ríkjanna. Þrátt fyrir álag á heilbrigðiskerfinu vegna faraldursins sé þetta einmitt tíminn til að standa vörð um mannréttindi. „Mörg stjórnvöld hafa einmitt verið að nýta covid til að læða að skerðingum á mannréttindum fólks, því miður.“ Hún vonar að tillagan hljóti brautargengi á þinginu og að heilbrigðisráðherra tryggi að konur geti leitað til Íslands. „Við getum sýnt í verki að við stöndum með kvenréttindum og að við séum að spyrna gegn þessari ömurlegu þróun,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Pólland Þungunarrof Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira