Erlent

Minnst sjö látin á Filippseyjum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Fellibylurinn hefur valdið gríðarlegu tjóni. 
Fellibylurinn hefur valdið gríðarlegu tjóni.  EPA/FRANCIS R. MALASIG

Minnst sjö eru látin og fleiri slösuð eftir fellibylinn Goni sem gengur yfir Filippseyjar. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Óveðrinu fylgir mikil rigning, hvassviðri og skyndiflóð sem hefur valdið rafmagnsleysi og eru skemmdir af völdum Goni gríðarlegar.

Þá hafa þök fokið af húsum og tré rifnað upp með rótum en Goni náði landi á Catanduane-eyju á áttunda tímanum í gærkvöldi, eða rétt fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma.

Áætlað er að hamfarirnar hafi áhrif á um nítján milljónir íbúa Filippseyja. „Meðal þessara nítján milljóna er fólk sem þegar bjó á hættusvæði fyrir aurskriðum, flóðum, stormi og jafnvel hraunrennsli,“ segir Mark Timball hjá hamfarastofnun Filippseyja í samtali við BBC.

Fellibylurinn Goni, sem á Filippseyjum gengur undir nafninu Rolly, er sá öflugasti til að ná þar landi síðan fellibylurinn Haiyan varð yfir sex þúsund manns að bana árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×