Hömpuðu einum merkasta leikmanni Íslandssögunnar í Körfuboltakvöldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:36 Pétur Guðmundsson er að margra mati einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. NBA Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Farið yfir magnaðan feril Pétur Guðmundssonar í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag enda Pétur að fagna 62 árs afmæli sínu þann sama dag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, opnaði umræðuna á því að Pétur væri einfaldlega besti körfuboltamaður Íslandssögunnar. „Það er mitt mat og að ég held allra sem sitja hér að þarna fari einn merkasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Sem fór á efsta stig sinnar íþróttar og skein skært þar. Þið fylgdust með hans ferli,“ sagði Kjartan og gaf þeim Kristni Geir Friðikssyni og Hermanni Haukssyni orðið. „Ég horfði helling. Maður sá ekki eins marga leiki og maður vildi en maður sá þetta allt, upplifði og svo spilaði maður auðvitað á móti honum. Það sem hann gerði, fyrsti Evrópumaður inn í NBA-deildina, var í mínu uppáhalds liði. Þetta er magnað afrek. Hann var alveg póstur í því liði. Maður var helvíti fúll þegar honum var skipt,“ sagði Kristinn um þennan magnaða íþróttamann. Ferill Péturs er nokkuð magnaður en eftir að hafa leikið með Washington Huskies í bandaríska háskólaboltanum kemur hann til Íslands, fer svo til River Plate í Argentínu og endar í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 1981 þar sem Portland Trail Blazers völdu hann. Pétur var þó aðeins ár í herbúðum þeirra áður en hann fór á smá flakk. Árið 1986 gekk hann svo í raðir Los Angeles Lakers eftir að hafa leikið með Sunderland Maestros og Tampa Bay Thrillers árin þar á undan. Eftir aðeins ár hjá Lakers fór hann til San Antonio Spurs og lék þar til ársins 1989. Var það reyndar svo að Pétur hafði fengið tveggja ára samning hjá Lakers en vegna bakmeiðsla var hann látinn fara. Spurs tóku hann, leyfðu honum að jafna sig og spila sig inn í liðið. Sjá má að Pétur lék í treyju 34 hjá Lakers en sú treyja er í dag tengdan við annan goðsagnakenndan miðherja félagsins. „Hann er tveir og átjan, með frábært skot. Allar hreyfingar, þessar grunn-stóru manns hreyfingar inn í teig, las leikinn vel og var frábær sendingarmaður,“ sögðu Kiddi og Hemmi saman um þennan magnaða leikmann. „Ég var það heppinn að ná að spila einn landsleik með honum. Ég hafði aldrei spilað með svona stórum og góðum leikmanni. Algjör draumur að spila með honum. Hann sá þig hvar sem er á vellinum. Stórkostlegt sko,“ sagði Hermann um sinna eina leik með Pétri. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um hinn magaða Pétur Guðmundsson
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira