Viðskipti erlent

Wal­mart fjar­lægir skot­vopn og skot­færi úr hillum

Telma Tómasson skrifar
Verslun Walmart.
Verslun Walmart. Getty

Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur fjarlægt öll skotvopn og skotfæri úr hillum þúsunda verslana um öll Bandaríkin þar sem stjórnendur hafa áhyggjur af hugsanlegum óróa og mótmælum í landinu í náinni framtíð.

Frá þessu segir í frétt BBC, en áfram verður þó hægt að kaupa skotvopn, jafnvel þótt þau séu ekki sýnileg viðskiptavinum.

Ákvörðun stjórnenda Walmart er tekin í ljósi mikilla mótmæla og óeirða í borginni Fíladelfíu í byrjun vikunnar, eftir að blökkumaður var skotinn þar til bana í lögregluaðgerð.

Í óeirðunum fór nokkur fjöldi inn í verslanir, olli skemmdum og fór um með ránshendi.

Skotvopn voru einnig tekin tímabundið úr hillum Walmart eftir að lögreglan banaði George Floyd fyrr á árinu sem leiddi til öldu mótmæla um öll Bandararíkin og víðar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×