Segir langan og erfiðan vetur framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 21:27 Þjóðverjar eru gjarnir á að ganga með grímur. Þessi mynd er tekin í Leipzig. Getty/Jens Schlueter Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira