Missti sig yfir Messi og líkti honum við Harry Potter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 15:31 Lionel Messi á ferðinni með boltann í sigri Barcelona á Juventus í gær. Getty/Valerio Pennicino Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira