Innlent

Vængbrotinn svanur handsamaður af lögreglu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í ýmis horn að líta í kvöld.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í ýmis horn að líta í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu „handsamaði“ svan í dag, líkt og það er orðað í dagbókarfærslu lögreglunnar. Svanurinn reyndist vængbrotinn eftir að ekið hafði verið á hann.

Svaninum var komið til dýralæknis til frekari aðhlynningar. Lögregla hefur haft í ýmis horn að líta í dag en rétt eftir klukkan sex í kvöld var karlmaður handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og fyrir brot á vopnalögum en hann var með hníf meðferðis. Karlmaðurinn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Skömmu síðar var ekið á ungan dreng þar sem hann teymdi reiðhjól sitt eftir gangstétt í Dalsmára í Kópavogi. Lögreglan hefur ekki náð tali af ökumanni enn en þó er vitað hver hann er. Drengurinn er ekki talinn vera meiddur.

Þá segir einnig að nokkuð hafi verið um aðstoðarbeiðnir til lögreglu seinnipartinn í dag og fram á kvöld svo sem vegna vegna veikinda, ölvunarástands, grunsamlegra mannaferða og ónæðis, svo dæmi séu tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×