Frakkar skella í lás í annað sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 20:31 Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í sjónvarpsávarpi í kvöld. EPA/Ian Langsdon Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í kvöld sem taka eiga gildi á föstudaginn en í annað sinn frá því að faraldurinn hófst verður samfélaginu svo gott sem skellt í lás í Frakklandi. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar Frakklands hvattir til að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri starfsemi eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi að því er segir í frétt BBC. Í gær greindust um 33 þúsund með covid-19 en undanfarna daga hefur tala látinna farið hækkandi en daglegur fjöldi látinna af völdum sjúkdómsins nú er sá mesti síðan í apríl. Macron segir þá stöðu blasa við að þessi önnur bylgja faraldursins í Frakklandi verði mun erfiðari við að eiga en þá fyrri. Þá greindi Angela Merkel Þýskalandskanslari frá því fyrr í dag að Þjóðverjar verði að grípa til tafarlausra aðgerða. Kallaði hún eftir „meiriháttar samhentu átaki þjóðarinnar“ til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Ekkert lát hefur verið á útbreiðslu veirunnar í Evrópu að undanförnu. Útgöngubann hefur verið sett á sem gildir á kvöldin og á nóttunni í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Frakklandi. Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í kvöld sem taka eiga gildi á föstudaginn en í annað sinn frá því að faraldurinn hófst verður samfélaginu svo gott sem skellt í lás í Frakklandi. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar Frakklands hvattir til að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri starfsemi eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi að því er segir í frétt BBC. Í gær greindust um 33 þúsund með covid-19 en undanfarna daga hefur tala látinna farið hækkandi en daglegur fjöldi látinna af völdum sjúkdómsins nú er sá mesti síðan í apríl. Macron segir þá stöðu blasa við að þessi önnur bylgja faraldursins í Frakklandi verði mun erfiðari við að eiga en þá fyrri. Þá greindi Angela Merkel Þýskalandskanslari frá því fyrr í dag að Þjóðverjar verði að grípa til tafarlausra aðgerða. Kallaði hún eftir „meiriháttar samhentu átaki þjóðarinnar“ til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Ekkert lát hefur verið á útbreiðslu veirunnar í Evrópu að undanförnu. Útgöngubann hefur verið sett á sem gildir á kvöldin og á nóttunni í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Frakklandi.
Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira