Casemiro bjargaði Real í Þýskalandi | Felix hetja Atletico 27. október 2020 22:20 Casemiro fagnar marki sínu í kvöld. Lars Baron/Getty Images Real Madrid lenti í honum kröppum er liðið heimsótti Borussia Mönchengladbac í Þýskalandi í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 2-2 þar sem heimamenn í Gladbach voru 2-0 yfir allt fram á 87. mínútu leiksins. Atletico Madrid marði svo RB Salzburg á heimavelli, lokatölur 3-2 þökk sé sigurmarki Joao Felix undi rlok leiks. Marcus Thuram kom Gladbach yfir þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Heimamenn 1-0 yfir í hálfleik og voru svo komnir 2-0 yfir áður en klukkutími var liðinn. Aftur var Turam að verki og brekkan orðin brött hjá Spánarmeisturunum. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Karim Benzema fyrir Real eftir sendingu brasilíska miðjumannsins Casemiro. Það var svo Casemiro sjálfur sem jafnaði metin í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir gestina. Lokatölur í Þýskalandi því 2-2 sem þýðir að Real er á botni riðilsins eftir óvænt tap gegn Shakhtar á heimavelli í fyrstu umferð. Gladbach, líkt og Inter, eru með tvö stig eftir að gera jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa. Í A-riðli voru Salzburg í heimsókn í Madríd þar sem þeir mættu Atletico Madrid. Marcos Llorente kom heimamönnum yfir á 29. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum frá Dominik Szoboszlai og Mergim Berisha. João Felix s game by numbers vs. RB Salzburg:11 penalty area touches 7 attempted take-ons 7 successful take-ons 7 shots (4 on target)2 tackles 2 goals A masterclass. pic.twitter.com/cMARw8RvVh— Statman Dave (@StatmanDave) October 27, 2020 Þá var komið að þætti Joao Felix en hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 85. mínútu leiksins. Atletico Madrid aþr af leiðandi í 2. sæti með þrjú stig á meðan Evrópumeistarar Baæjara tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Bayern unnið 13 leiki í röð | Markalaust í Úkraínu Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern Munchen unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 27. október 2020 19:50
Real Madrid lenti í honum kröppum er liðið heimsótti Borussia Mönchengladbac í Þýskalandi í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 2-2 þar sem heimamenn í Gladbach voru 2-0 yfir allt fram á 87. mínútu leiksins. Atletico Madrid marði svo RB Salzburg á heimavelli, lokatölur 3-2 þökk sé sigurmarki Joao Felix undi rlok leiks. Marcus Thuram kom Gladbach yfir þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Heimamenn 1-0 yfir í hálfleik og voru svo komnir 2-0 yfir áður en klukkutími var liðinn. Aftur var Turam að verki og brekkan orðin brött hjá Spánarmeisturunum. Þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Karim Benzema fyrir Real eftir sendingu brasilíska miðjumannsins Casemiro. Það var svo Casemiro sjálfur sem jafnaði metin í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir gestina. Lokatölur í Þýskalandi því 2-2 sem þýðir að Real er á botni riðilsins eftir óvænt tap gegn Shakhtar á heimavelli í fyrstu umferð. Gladbach, líkt og Inter, eru með tvö stig eftir að gera jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa. Í A-riðli voru Salzburg í heimsókn í Madríd þar sem þeir mættu Atletico Madrid. Marcos Llorente kom heimamönnum yfir á 29. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum frá Dominik Szoboszlai og Mergim Berisha. João Felix s game by numbers vs. RB Salzburg:11 penalty area touches 7 attempted take-ons 7 successful take-ons 7 shots (4 on target)2 tackles 2 goals A masterclass. pic.twitter.com/cMARw8RvVh— Statman Dave (@StatmanDave) October 27, 2020 Þá var komið að þætti Joao Felix en hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 85. mínútu leiksins. Atletico Madrid aþr af leiðandi í 2. sæti með þrjú stig á meðan Evrópumeistarar Baæjara tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Bayern unnið 13 leiki í röð | Markalaust í Úkraínu Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern Munchen unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 27. október 2020 19:50
Bayern unnið 13 leiki í röð | Markalaust í Úkraínu Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Bayern Munchen unnu nauman 2-1 sigur í Rússlandi á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu. 27. október 2020 19:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti