Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 20:12 Umsvif Icelandair á þessu ári eru umtalsvert minni en á því síðasta. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05