Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 12:05 Svo gæti farið að fella þurfi um þrjú þúsund kindur í Tröllaskagahólfi. Vísir/Vilhelm Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23