Hitnar undir Zidane og Raúl bíður átekta á kantinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2020 09:00 Zinedine Zidane hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Diego Souto Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag. Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Aðeins þremur mánuðum eftir að hafa gert Real Madrid að Spánarmeisturum er talað um að starf Zinedines Zidane, knattspyrnustjóra liðsins, sé í hættu. Real Madrid, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Barcelona heim klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. El Clásico er alltaf risastór viðburður en það hefur oftast verið bjartara yfir risunum sem etja þar kappi en nú. Liðin töpuðu bæði í spænsku úrvalsdeildinni fyrir viku, Barcelona 1-0 fyrir Getafe og Real Madrid með sömu markatölu fyrir nýliðum Cádiz. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem bæði Barcelona og Real Madrid tapa á sama degi án þess að skora. Börsungar rifu sig upp í Meistaradeildinni í miðri viku og rúlluðu yfir Ferencváros frá Ungverjalandi, 5-1. Vont varð hins vegar verra fyrir Real Madrid sem tapaði fyrir Shakhtar Donetsk á heimavelli, 2-3. Madrídingar voru 0-3 undir í hálfleik gegn úkraínsku meisturunum sem voru án tíu leikmanna vegna kórónuveirunnar. Bæði spænska íþróttablaðið AS og L'Équipe í Frakklandi segja að starf Zidanes sé í hættu eftir ófarir síðustu tveggja leikja. Mauricio Pochettino og Raúl hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Zidanes. Raúl er þjálfari Castilla, varaliðs Real Madrid, og er goðsögn hjá félaginu. Hann er leikjahæstur í sögu Real Madrid og sá næstmarkahæsti. Ef Raúl verður ráðinn má segja að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, fari svipaða leið og þegar hann réði Zidane á sínum tíma. Þeir eru báðir miklar Real Madrid-hetjur og þjálfuðu varalið félagsins. Raddirnar um að Raúl eigi að taka við Real Madrid verða sífellt háværari.getty/Jonathan Moscrop Það væri mjög hart ef Zidane yrði látinn taka pokann sinn enda gerði að hann Real Madrid að Spánarmeisturum á síðasta tímabili á síðasta tímabili og hefur alls unnið ellefu titla sem stjóri liðsins, þar af Meistaradeildina í þrígang. En þrátt fyrir frábæran árangur á stuttum stjóraferli virðast alltaf vera efasemdir um hversu góður stjóri Zidane er í raun og veru. Real Madrid varð Spánarmeistari á síðasta tímabili á eins lítinn Real Madrid-hátt og mögulegt er. Liðið spilaði frábæran varnarleik og tólf af 26 sigurleikjum þess voru með einu marki. Alls 21 leikmaður skoraði fyrir Real Madrid á síðasta tímabili en fyrir utan Karim Benzema (21 mark) og Sergio Ramos (11 mörk) skoraði enginn meira en fjögur mörk. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, með Spánarmeistarabikarinn.getty/Ricardo Nogueira Eden Hazard, stóru kaup Real Madrid sumarið 2019, gerði ekkert á sínu fyrsta tímabili á Santiago Bernabéu og hefur ekki spilað neitt í vetur vegna meiðsla. Norðmaðurinn Martin Ødegaard, sem sneri aftur til Real Madrid í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hjá Real Sociedad, er sömuleiðis meiddur. Brassarnir ungu Rodrygo og Vinícius Júnior eiga enn nokkuð í land, Luka Jovic hefur ekki náð neinu flugi hjá Real Madrid og leikmenn á borð við Marco Asensio og Isco virðast hafa staðnað. Real Madrid er því gríðarlega háð Benzema í sóknarleiknum. Zidane er enn að leita að réttu blöndunni, gerir margar breytingar milli í leikja og í leiknum gegn Cádíz gerði hann fjórfalda skiptingu í hálfleik. Úr leik seinni leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Madrídingar unnu leikinn, 2-0, með mörkum Vinícius Júnior og Marianos Díaz.getty/Burak Akbulut Þótt allt sé í steik utan vallar hjá Börsungum eru þeir í betri málum innan vallar en erkifjendurnir frá höfuðborginni. Ronald Koeman hefur aðeins hrist upp í leikmannahópnum, liðið er enn með Lionel Messi og engin takmörk virðast fyrir því hversu langt ungstirnið Ansu Fati getur náð. Madrídingar geta þó huggað sig við það að þeir hafa aldrei tapað á Nývangi undir stjórn Zidanes. Í fimm leikjum í Barcelona hefur Real Madrid unnið tvo og gert þrjú jafntefli. En sá franski hefur aldrei þurft jafn mikið á góðum úrslitum á Nývangi að halda og í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira