„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. október 2020 08:02 Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt og í eigu hjónanna Einars Gunnlaugssonar og Magneu Geirsdóttur. Þau eiga fjögur börn sem þekkja ekkert annað en að hafa hjálpað til eins og þurfti strax í æsku. Í dag starfar sonurinn Gunnlaugur með foreldrunum í fyrirtækinu. Fv. Bjarndís Sif, Þorbjörg Rán, Einar, Magnea, Stefanía og Gunnlaugur. Vísir/Vilhelm „Ég er eins og hann í Dagvaktinni, hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum,“ segir Einar Gunnlaugsson og hlær. Einar rekur ásamt eiginkonu sinni Magneu Geirsdóttur elsta hreingerningarfyrirtæki landsins, Þvegillinn. Það var stofnað árið 1969 þótt sagan hefjist reyndar nokkuð fyrr. Forsetarnir sem Einar er að vísa til eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hann segist reyndar ekki muna fyrir hversu marga forsætisráðherra hann hafi starfað því þegar hann byrjaði að hjálpa pabba sínum á sínum tíma, var hann sjálfur bara 13-14 ára gamall. „Þetta voru þeir Óli Jóh, Gylfi Þ. Gíslason, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson, ég man alla vega eftir þeim,“ segir Einar og slær á létta strengi. Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn. „You can start now Gulli“ Það var faðir Einars, Gunnlaugur Gunnarsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1969. Hann lést árið 2012 en hjónin Einar og Magnea tóku formlega við fyrirtækinu um aldamótin. Einar segir að pabbi sinn hafi reyndar verið byrjaður árið 1963 en fyrstu árin starfað á sínu eigin nafnnúmeri eins og oft tíðkaðist í þá daga. „Eftirminnilegasta bernskubrek pabba var þegar hann var að vinna fyrir Ameríkanann á vellinum“, segir Einar og hlær. Þannig var að Gunnlaugur var að vinna upp á Velli þegar hann var beðinn um að gera tilboð í þrif á blokkum, nokkuð stórt verk. Að sögn Einars var formleg tilboðsgerð þó aldrei sterkasta hlið föður síns. Gekk Gunnlaugur því frá tilboðinu með því að hripa niður tölur á blað aftan á umslag. Þar skrifaði hann verð pr. fermeter. Leið nú og beið og loksins fékk Gunnlaugur grænt ljós þegar einn ,,officer“ af Vellinum hafði samband og sagði: „You can start now Gulli.“ Þegar verkinu var lokið var Gunnlaugi sagt að greiðslan bærist fljótlega. Sem hún svo sannarlega gerði og vel það. Því auðvitað hafði Kaninn túlkað verðtilboðið á umslaginu sem verð pr. ,,square feet“ en ekki fermeter! „Og á þessu græddi pabbi auðvitað,“ segir Einar og hlær. Listaverk í fuglaskít Skýringin á því að fyrirtækið var formlega stofnað árið 1969 var að þetta ár var Borgarspítalinn opnaður og til að þjónusta hann þurfti að Gunnlaugur að vera með félag. Þar með stofnaðist Þvegillinn ehf. en fyrir spítalann starfaði Gunnlaugur í 28 ár. En pabbi var ekki með neitt skriflegt og eftir 28 ár voru kynslóðaskipti í stjórnendateymi spítalans. Pabba var þá tilkynnt að nú yrðu verkin boðin út og við hann sagt nú máttu bara klára vikuna. Honum sárnaði það nú karlinum að eftir allan þennan tíma væri honum sagt upp með fjögurra daga fyrirvara,“ segir Einar. Að sögn þeirra hjóna, Einars og Magneu, eru þau þó enn í einstaka verkum fyrir spítalann. ,,Það er enn alltaf hringt í okkur reglulega, þetta eru þessi gömlu tengsl,“ segir Einar. Önnur verkefni voru þau helst að Þvegillinn sá líka um MS og RÚV sem þá var á Skúlagötu. Ég man að eitt sinn þegar við vorum að þrífa gluggana í útvarpshúsinu var Jón Múli að vinna. Hann bað okkur í guðs bænum um að þrífa ekki fuglaskítinn af rúðunum því hann sæi svo mikið listaverk í þessu,“ segir Einar og hlær þegar hann rifjar upp þennan tíma. Einar var bara gutti þegar hann byrjaði að hjálpa pabba sínum en lærði síðar húsasmíðameistarann. Fráfall yngri bróður hans varð til þess að hann fór að vinna aftur með föður sínum til að létta undir eftir sonarmissinn.Vísir/Vilhelm Sorgin og nýtt upphaf Þótt Einar hafi byrjað að hjálpa pabba sínum sem unglingur, fór hann sjálfur í húsasmíðameistarann og starfaði sem smiður. Sorgin bankaði síðan upp á dyrnar hjá fjölskyldunni. Þannig var að yngri bróðir minn vann með pabba á þessum tíma. Hann lést hins vegar fyrir aldur fram, aðeins 22 ára gamall,“ segir Einar og vísar þar til fráfalls bróður síns, Brynjars Kristjáns Gunnlaugssonar. Við sonarmissinn átti Gunnlaugur í nokkrum erfiðleikum með vinnuna. Fór svo að hann bað Einar um að koma og hjálpa sér tímabundið. Þetta var árið 1986 þegar mörg stærri byggingarverk voru að klárast. Eins og Kringlan og Seðlabankinn. Einar hafði því svigrúm til að stökkva inn í reksturinn með pabba sínum. Og það gerði Magnea reyndar líka. Hún hafði starfað við bókhald og hafði því tölvukunnáttu og fleira sem vantaði. Hennar verkefni fólst því í að gera tilboð, senda tölvupósta og fleira því tengt. Það fengu bara allir sín hlutverk eftir því hver getan var,“ segir Magnea og bætir við: „Til dæmis sá systir Einars um bókhaldið til ársins 2000, svona var þetta bara. Allir hjálpuðust að.“ Smátt og smátt fór Gunnlaugur hins vegar að missa heilsu og fékk síðar krabbamein. ,,Hann bara missti áhugann“ segir Einar. Fór svo að um áramótin 1999-2000 mætti Gunnlaugur heim til Einars og Magneu með allt klabbið og sagði: Ég nenni þessu ekki lengur, takið þið við.“ „Ekki það að auðvitað hafði það legið í loftinu í nokkurn tíma að þetta yrði raunin,“ segir Magnea og bendir einnig á að um áramót hafi verið heppilegur tími því þá var einu rekstrarári lokið og annað að taka við. Fram að þessum eigendaskiptum hafði fyrirtækið alltaf haft aðsetur á lögheimili Gunnlaugs. Lengi vel var Þvegillinn síðan með aðsetur í bílskúr Einars og Magneu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á enga yfirbyggingu og miðum við að vera með rekstrarfé öruggt til að minnsta kosti þriggja mánaða í senn. Nú erum við í nánast skuldlausu húsnæði“ segir Magnea og vísar þar til þess að nú er Þvegillinn staðsettur á Nýbýlavegi í Kópavogi. Hjónin Einar og Magnea tóku við rekstrinum um aldamótin síðustu en þá hafði það þegar legið í loftinu í nokkurn tíma að svo yrði raunin.Vísir/Vilhelm Ein stór fjölskylda Einar og Magnea eiga fjögur börn saman. Þar af starfar sonurinn Gunnlaugur Einarsson hjá fyrirtækinu í fullu starfi. Dæturnar eru þrjár, Bjarndís Sif viðskiptafræðingur, Stefanía geislafræðingur og Þorbjörg Rán sem nýverið kláraði BA í ensku í háskólanum. Öll þekkja þau ekkert annað en að hafa hjálpað til við verk frá því að þau voru lítil. Páskar, jólafrí og á sumrin fóru í að vinna saman og nú eru jafnvel tengdasynirnir að bætast við. Sonurinn Gunnlaugur lærði margmiðlun. En hvernig stóð á því að þú byrjaðir að vinna hér? „Ég kláraði menntaskólann og útskrifaðist úr iðnskólanum sem margmiðlunarfræðingur. Fór í háskólann í eitt ár en endaði síðan hjá pabba,“ segir Gunnlaugur en bætir við: „Ég var samt aldrei skikkaður formlega til að koma eða gera neitt, þetta þróaðist bara þannig,“ segir Gunnlaugur og hlær. Hjónin segjast stolt af því að hjá þeim starfar sama starfsfólkið mjög lengi. „Sá starfsmaður sem er með yngsta starfsaldurinn hefur unnið hér í 11 ár,“ segja hjónin hlæjandi. Þau viðurkenna að fyrir vikið verður allt fyrirtækið eins og ein stór fjölskylda. Maður er í alls kyns skutli, sækja starfsfólk og keyra til læknis og jafnvel köttinn til dýralæknis“ segir Einar og hlær að umstanginu sem fylgir því þegar lítið fyrirtæki er með sama starfsfólkið í langan tíma og allir verða svo nánir. En verða þá ekki tilfinningatengingar meiri við starfsfólkið, til dæmis að þið hafið áhyggjur af þeirra hag þegar eitthvað bjátar á? „Jú auðvitað, undan því er ekki komist,“ segja hjónin bæði og Einar bætir við: „Maður fer að taka allt inn á sig sem kemur upp hjá þeim, kannski um of stundum.“ Að sögn hjónanna má segja að innan fyrirtækisins sé önnur fjölskylda, eða „Adams fjölskyldan.“ Það skýrist af því að fyrst byrjaði hjá þeim maður frá Póllandi sem heitir Adam. Síðan byrjaði systir hans. Þar á eftir eiginmaður hennar. „Og nú er sonur þeirra farinn að vinna hjá okkur á sumrin þótt hann sé að klára meistararitgerðina sína í einhverri rekstrarhagfræði í Póllandi,“ segir Einar. Þriðji ættliðurinn í fjölskyldufyrirtækinu er sonur Einars og Magneu, Gunnlaugur Einarsson. Vísir/Vilhelm Fjórði ættliðurinn Hjónin segja Covid sem betur fer ekki hafa haft mikil áhrif hjá þeim verkefnalega séð en það þurfi þó að huga að mörgu. Þau reyni að vera eins fá og hugsast getur og hluti starfshópsins er í Póllandi og bíður eftir því að koma þegar aðstæður leyfa. Þegar þau horfa yfir farinn veg fannst þeim bankahrunið erfiðasti óvissutíminn rekstrarlega séð. Það sem bjargaði þeim þá var að þau voru sjálf að byggja og gátu þá nýtt starfskraftinn í verkefni því tengt og síðan var bara hlaupið til þegar einhver verk komu. Sem betur fer, var þetta þó ekki langur tími sem var erfiður hjá þeim eftir bankahrunið. En í ljósi þess að reksturinn er formlega 51 árs á þessu ári er ekki laust við að maður spyrji: Er talað um eitthvað annað en vinnuna heima fyrir? Nú fara hjónin að hlæja og viðurkenna að auðvitað sé það alltof mikið að vinnan er tekin með heim. Á kvöldin er ýmist verið að tala um vinnuna, svara símtölum eða senda tölvupósta. „Það eru kannski helst barnabörnin sem bjarga þessu,“ segir Magnea og vísar til tveggja fjögurra ára gamalla tvíburadrengja sem oft heimsækja ömmu og afa í vinnuna og heim. „Þá gleymum við vinnunni og förum að tala um bíla og eitthvað fleira svona skemmtilegt,“ segir Magnea. Að sögn hjónanna þarf þó ekki að bíða eftir því að þessir drengir verði eldri þar til fjórði ættliðurinn telst hafa unnið hjá fyrirtækinu líka. „Það skeði í sumar, þá vann barnabarn systur minnar hjá okkur og þar með var fjórði ættliðurinn kominn,“ segir Einar. Gamla myndin Gamla myndin er tekin í sumarbústað í Brekkuskógi þar sem feðgarnir Einar og Gunnlaugur voru í hreingerningum. Og auðvitað voru börnin tekin með! Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég er eins og hann í Dagvaktinni, hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum,“ segir Einar Gunnlaugsson og hlær. Einar rekur ásamt eiginkonu sinni Magneu Geirsdóttur elsta hreingerningarfyrirtæki landsins, Þvegillinn. Það var stofnað árið 1969 þótt sagan hefjist reyndar nokkuð fyrr. Forsetarnir sem Einar er að vísa til eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson. Hann segist reyndar ekki muna fyrir hversu marga forsætisráðherra hann hafi starfað því þegar hann byrjaði að hjálpa pabba sínum á sínum tíma, var hann sjálfur bara 13-14 ára gamall. „Þetta voru þeir Óli Jóh, Gylfi Þ. Gíslason, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson, ég man alla vega eftir þeim,“ segir Einar og slær á létta strengi. Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn. „You can start now Gulli“ Það var faðir Einars, Gunnlaugur Gunnarsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1969. Hann lést árið 2012 en hjónin Einar og Magnea tóku formlega við fyrirtækinu um aldamótin. Einar segir að pabbi sinn hafi reyndar verið byrjaður árið 1963 en fyrstu árin starfað á sínu eigin nafnnúmeri eins og oft tíðkaðist í þá daga. „Eftirminnilegasta bernskubrek pabba var þegar hann var að vinna fyrir Ameríkanann á vellinum“, segir Einar og hlær. Þannig var að Gunnlaugur var að vinna upp á Velli þegar hann var beðinn um að gera tilboð í þrif á blokkum, nokkuð stórt verk. Að sögn Einars var formleg tilboðsgerð þó aldrei sterkasta hlið föður síns. Gekk Gunnlaugur því frá tilboðinu með því að hripa niður tölur á blað aftan á umslag. Þar skrifaði hann verð pr. fermeter. Leið nú og beið og loksins fékk Gunnlaugur grænt ljós þegar einn ,,officer“ af Vellinum hafði samband og sagði: „You can start now Gulli.“ Þegar verkinu var lokið var Gunnlaugi sagt að greiðslan bærist fljótlega. Sem hún svo sannarlega gerði og vel það. Því auðvitað hafði Kaninn túlkað verðtilboðið á umslaginu sem verð pr. ,,square feet“ en ekki fermeter! „Og á þessu græddi pabbi auðvitað,“ segir Einar og hlær. Listaverk í fuglaskít Skýringin á því að fyrirtækið var formlega stofnað árið 1969 var að þetta ár var Borgarspítalinn opnaður og til að þjónusta hann þurfti að Gunnlaugur að vera með félag. Þar með stofnaðist Þvegillinn ehf. en fyrir spítalann starfaði Gunnlaugur í 28 ár. En pabbi var ekki með neitt skriflegt og eftir 28 ár voru kynslóðaskipti í stjórnendateymi spítalans. Pabba var þá tilkynnt að nú yrðu verkin boðin út og við hann sagt nú máttu bara klára vikuna. Honum sárnaði það nú karlinum að eftir allan þennan tíma væri honum sagt upp með fjögurra daga fyrirvara,“ segir Einar. Að sögn þeirra hjóna, Einars og Magneu, eru þau þó enn í einstaka verkum fyrir spítalann. ,,Það er enn alltaf hringt í okkur reglulega, þetta eru þessi gömlu tengsl,“ segir Einar. Önnur verkefni voru þau helst að Þvegillinn sá líka um MS og RÚV sem þá var á Skúlagötu. Ég man að eitt sinn þegar við vorum að þrífa gluggana í útvarpshúsinu var Jón Múli að vinna. Hann bað okkur í guðs bænum um að þrífa ekki fuglaskítinn af rúðunum því hann sæi svo mikið listaverk í þessu,“ segir Einar og hlær þegar hann rifjar upp þennan tíma. Einar var bara gutti þegar hann byrjaði að hjálpa pabba sínum en lærði síðar húsasmíðameistarann. Fráfall yngri bróður hans varð til þess að hann fór að vinna aftur með föður sínum til að létta undir eftir sonarmissinn.Vísir/Vilhelm Sorgin og nýtt upphaf Þótt Einar hafi byrjað að hjálpa pabba sínum sem unglingur, fór hann sjálfur í húsasmíðameistarann og starfaði sem smiður. Sorgin bankaði síðan upp á dyrnar hjá fjölskyldunni. Þannig var að yngri bróðir minn vann með pabba á þessum tíma. Hann lést hins vegar fyrir aldur fram, aðeins 22 ára gamall,“ segir Einar og vísar þar til fráfalls bróður síns, Brynjars Kristjáns Gunnlaugssonar. Við sonarmissinn átti Gunnlaugur í nokkrum erfiðleikum með vinnuna. Fór svo að hann bað Einar um að koma og hjálpa sér tímabundið. Þetta var árið 1986 þegar mörg stærri byggingarverk voru að klárast. Eins og Kringlan og Seðlabankinn. Einar hafði því svigrúm til að stökkva inn í reksturinn með pabba sínum. Og það gerði Magnea reyndar líka. Hún hafði starfað við bókhald og hafði því tölvukunnáttu og fleira sem vantaði. Hennar verkefni fólst því í að gera tilboð, senda tölvupósta og fleira því tengt. Það fengu bara allir sín hlutverk eftir því hver getan var,“ segir Magnea og bætir við: „Til dæmis sá systir Einars um bókhaldið til ársins 2000, svona var þetta bara. Allir hjálpuðust að.“ Smátt og smátt fór Gunnlaugur hins vegar að missa heilsu og fékk síðar krabbamein. ,,Hann bara missti áhugann“ segir Einar. Fór svo að um áramótin 1999-2000 mætti Gunnlaugur heim til Einars og Magneu með allt klabbið og sagði: Ég nenni þessu ekki lengur, takið þið við.“ „Ekki það að auðvitað hafði það legið í loftinu í nokkurn tíma að þetta yrði raunin,“ segir Magnea og bendir einnig á að um áramót hafi verið heppilegur tími því þá var einu rekstrarári lokið og annað að taka við. Fram að þessum eigendaskiptum hafði fyrirtækið alltaf haft aðsetur á lögheimili Gunnlaugs. Lengi vel var Þvegillinn síðan með aðsetur í bílskúr Einars og Magneu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á enga yfirbyggingu og miðum við að vera með rekstrarfé öruggt til að minnsta kosti þriggja mánaða í senn. Nú erum við í nánast skuldlausu húsnæði“ segir Magnea og vísar þar til þess að nú er Þvegillinn staðsettur á Nýbýlavegi í Kópavogi. Hjónin Einar og Magnea tóku við rekstrinum um aldamótin síðustu en þá hafði það þegar legið í loftinu í nokkurn tíma að svo yrði raunin.Vísir/Vilhelm Ein stór fjölskylda Einar og Magnea eiga fjögur börn saman. Þar af starfar sonurinn Gunnlaugur Einarsson hjá fyrirtækinu í fullu starfi. Dæturnar eru þrjár, Bjarndís Sif viðskiptafræðingur, Stefanía geislafræðingur og Þorbjörg Rán sem nýverið kláraði BA í ensku í háskólanum. Öll þekkja þau ekkert annað en að hafa hjálpað til við verk frá því að þau voru lítil. Páskar, jólafrí og á sumrin fóru í að vinna saman og nú eru jafnvel tengdasynirnir að bætast við. Sonurinn Gunnlaugur lærði margmiðlun. En hvernig stóð á því að þú byrjaðir að vinna hér? „Ég kláraði menntaskólann og útskrifaðist úr iðnskólanum sem margmiðlunarfræðingur. Fór í háskólann í eitt ár en endaði síðan hjá pabba,“ segir Gunnlaugur en bætir við: „Ég var samt aldrei skikkaður formlega til að koma eða gera neitt, þetta þróaðist bara þannig,“ segir Gunnlaugur og hlær. Hjónin segjast stolt af því að hjá þeim starfar sama starfsfólkið mjög lengi. „Sá starfsmaður sem er með yngsta starfsaldurinn hefur unnið hér í 11 ár,“ segja hjónin hlæjandi. Þau viðurkenna að fyrir vikið verður allt fyrirtækið eins og ein stór fjölskylda. Maður er í alls kyns skutli, sækja starfsfólk og keyra til læknis og jafnvel köttinn til dýralæknis“ segir Einar og hlær að umstanginu sem fylgir því þegar lítið fyrirtæki er með sama starfsfólkið í langan tíma og allir verða svo nánir. En verða þá ekki tilfinningatengingar meiri við starfsfólkið, til dæmis að þið hafið áhyggjur af þeirra hag þegar eitthvað bjátar á? „Jú auðvitað, undan því er ekki komist,“ segja hjónin bæði og Einar bætir við: „Maður fer að taka allt inn á sig sem kemur upp hjá þeim, kannski um of stundum.“ Að sögn hjónanna má segja að innan fyrirtækisins sé önnur fjölskylda, eða „Adams fjölskyldan.“ Það skýrist af því að fyrst byrjaði hjá þeim maður frá Póllandi sem heitir Adam. Síðan byrjaði systir hans. Þar á eftir eiginmaður hennar. „Og nú er sonur þeirra farinn að vinna hjá okkur á sumrin þótt hann sé að klára meistararitgerðina sína í einhverri rekstrarhagfræði í Póllandi,“ segir Einar. Þriðji ættliðurinn í fjölskyldufyrirtækinu er sonur Einars og Magneu, Gunnlaugur Einarsson. Vísir/Vilhelm Fjórði ættliðurinn Hjónin segja Covid sem betur fer ekki hafa haft mikil áhrif hjá þeim verkefnalega séð en það þurfi þó að huga að mörgu. Þau reyni að vera eins fá og hugsast getur og hluti starfshópsins er í Póllandi og bíður eftir því að koma þegar aðstæður leyfa. Þegar þau horfa yfir farinn veg fannst þeim bankahrunið erfiðasti óvissutíminn rekstrarlega séð. Það sem bjargaði þeim þá var að þau voru sjálf að byggja og gátu þá nýtt starfskraftinn í verkefni því tengt og síðan var bara hlaupið til þegar einhver verk komu. Sem betur fer, var þetta þó ekki langur tími sem var erfiður hjá þeim eftir bankahrunið. En í ljósi þess að reksturinn er formlega 51 árs á þessu ári er ekki laust við að maður spyrji: Er talað um eitthvað annað en vinnuna heima fyrir? Nú fara hjónin að hlæja og viðurkenna að auðvitað sé það alltof mikið að vinnan er tekin með heim. Á kvöldin er ýmist verið að tala um vinnuna, svara símtölum eða senda tölvupósta. „Það eru kannski helst barnabörnin sem bjarga þessu,“ segir Magnea og vísar til tveggja fjögurra ára gamalla tvíburadrengja sem oft heimsækja ömmu og afa í vinnuna og heim. „Þá gleymum við vinnunni og förum að tala um bíla og eitthvað fleira svona skemmtilegt,“ segir Magnea. Að sögn hjónanna þarf þó ekki að bíða eftir því að þessir drengir verði eldri þar til fjórði ættliðurinn telst hafa unnið hjá fyrirtækinu líka. „Það skeði í sumar, þá vann barnabarn systur minnar hjá okkur og þar með var fjórði ættliðurinn kominn,“ segir Einar. Gamla myndin Gamla myndin er tekin í sumarbústað í Brekkuskógi þar sem feðgarnir Einar og Gunnlaugur voru í hreingerningum. Og auðvitað voru börnin tekin með!
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00
Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01