Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 12:11 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Egill Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“ Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“
Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira